Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Einar vill mynda hægri meirihluta í Reykjavík

Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík­ur­borg, vill mynda meiri­hluta til hægri í borg­inni og seg­ir einu leið­ina að kjósa Fram­sókn.

Einar vill mynda hægri meirihluta í Reykjavík
Einar Þorsteinsson Fyrrverandi borgastjóri segist vilja gefa Samfylkingunni frí í borginni. Mynd: Bára Huld Beck

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurborg, segir mikilvægt að koma meirihlutanum í borginni frá og mynda nýjan til hægri. Samfylkingin þurfi að fá frí frá því að vera í meirihluta.

Þetta sagði hann í hlaðvarpsþættinum Ein pæling sem nýkominn er út.

Einar var borgarstjóri í meirihluta með Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn eftir gott gengi Framsóknarflokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Hann sprengdi meirihlutann í byrjun árs og hugðist mynda nýjan með öðrum flokkum. Það tókst hins vegar ekki og Samfylkingin, Píratar, Vinstri græn, Sósíalistaflokkurinn og Flokkur fólksins mynduðu meirihluta með Heiðu Björg Hilmisdóttur sem borgastjóra.

Sá meirihluti átti lítið eftir af kjörtímabilinu því sveitarstjórnarkosningar fara fram í vor. Einar sagði í þættinum að engum flokki sé hollt að stjórna of lengi og að Samfylkingin hafi verið burðarás í meirihlutum síðustu kjörtímabila. „Gefum Samfylkingunni frí. Hleypum bara öðrum flokkum að,“ sagði hann.

Þáttarstjórnandi spurði hvort Einar hafi séð eftir að hafa farið …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
4
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár