Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurborg, segir mikilvægt að koma meirihlutanum í borginni frá og mynda nýjan til hægri. Samfylkingin þurfi að fá frí frá því að vera í meirihluta.
Þetta sagði hann í hlaðvarpsþættinum Ein pæling sem nýkominn er út.
Einar var borgarstjóri í meirihluta með Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn eftir gott gengi Framsóknarflokksins í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Hann sprengdi meirihlutann í byrjun árs og hugðist mynda nýjan með öðrum flokkum. Það tókst hins vegar ekki og Samfylkingin, Píratar, Vinstri græn, Sósíalistaflokkurinn og Flokkur fólksins mynduðu meirihluta með Heiðu Björg Hilmisdóttur sem borgastjóra.
Sá meirihluti átti lítið eftir af kjörtímabilinu því sveitarstjórnarkosningar fara fram í vor. Einar sagði í þættinum að engum flokki sé hollt að stjórna of lengi og að Samfylkingin hafi verið burðarás í meirihlutum síðustu kjörtímabila. „Gefum Samfylkingunni frí. Hleypum bara öðrum flokkum að,“ sagði hann.
Þáttarstjórnandi spurði hvort Einar hafi séð eftir að hafa farið …













































Athugasemdir