Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Miðflokkurinn rýkur upp undir 20% fylgi

Hóf herta bar­áttu í inn­flytj­enda­mál­um og hef­ur aldrei mælst sterk­ari.

Miðflokkurinn rýkur upp undir 20% fylgi
Stuðningur eykst enn Snorri Másson og Sigríður Andersen við þingsetningu. Mynd: Golli

Miðflokkurinn bætir enn við sig fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups og er kominn í 19,5%, eftir að hafa mælst með 16,3% fyrir mánuði síðan. Flokkurinn hefur aldrei mælst eins sterkur í könnuninni.

Fyrir tæplega tveimur vikum vakti athygli þegar Miðflokkurinn náði 17,3% í könnun Maskínu, sem er meira en áður hafði mælst. 

Hægri flokkar næðu meirihluta þingmanna

Sjálfstæðisflokurinn mælist nú með 16,5% fylgi og Viðreisn 12,8% fylgi. Samtals eru hægri flokkarnir þrír með 48,8% fylgi og 34 þingmenn, en það dugar fyrir meirihluta á Alþingi.

Samfylkingin mælist þó enn sterk, nú með 31,1% fylgi, en aðrir vinstri flokkar eru veikir.

Píratar, Vinstri græn og Sósíalistaflokkur Íslands mælast ekki inni á þingi, ekki frekar en í síðustu kosningum.

Frá kosningum hefur Flokkur fólksins misst mest fylgi. Flokkurinn fékk 13,8% í síðustu kosningum fyrir ári en mælist nú með aðeins 5,2% fylgi. 

Viðreisn hefur misst 3 prósentustiga fylgi frá kosningum.

Þjóðarpúls Gallups hefur enn ekki verið birtur á vef Gallups, en Ríkisútvarpið er með samning um frumbirtingu niðurstaðna Þjóðarpúlsins. Þar kemur fram að alls hafi fylgi Samfylkingar og Miðflokksins aukist um 18 prósentustig frá kosningum.

Könnun Gallups var gerð frá 3. til 30. nóvember.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón M Ívarsson skrifaði
    Það er fyrirkvíðanlegur andskoti hvað miðflokkurinn er kominn með mikið fylgi út á mannfjandsamleg málefni. Góðu fréttirnar eru þær að sjálfstæðisflokkurinn er að leka niður.
    1
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Og ef miðflokkurinn nær svo að lokum yfirhöndinni þá verður Anna Stella náfrænkamínafturforsætisráðherrafrú íslands! Oghverásvoaðverakomintvisvarframmínnílífið?
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu