Bogi Ágústsson, fjölmiðlamaður og stjórnarmaður í Hollvinafélagi Menntaskólans í Reykjavík, skilaði á nýlegum stjórnarfundi eintaki af bók sem hann hafði fengið lánaða á Íþöku, bókasafni skólans, þegar hann var nemandi.
Bókin sem um ræðir er önnur útgáfa Kommúnistaávarpsins eftir Karl Marx og Friðrik Engels. Þessu var greint frá í Facebook-færslu sem birtist á síðu Menntaskólans í Reykjavík fyrr í dag. Kom þar fram að rektor skólans, Sólveig Guðrún Hannesdóttir, hefði veitt bókinni viðtöku auk þess að fella í leiðinni niður áfallnar sektir á hana.
Bogi er fæddur árið 1952 og lauk stúdentsprófi árið 1972. Bókin hefur því verið í fórum hans í meira en hálfa öld.












































Athugasemdir