Hver er Sergio og hvað er hann að selja?

„Les­goo les­goo“ kall­ar Sergio Her­rero Med­ina, ung­ur ís­lensk­ur karl­mað­ur, á áheyr­end­ur sína. Hann seg­ist geta kennt hverj­um sem er að græða hundruð þús­unda króna á mán­uði með gervi­greind. Sala og mark­aðs­setn­ing hans á nám­skeið­um bera flest merki vel þekktra sam­fé­lags­miðla­svika, sem breið­ast út um heim­inn eins og eld­ur í sinu.

Hver er Sergio og hvað er hann að selja?
Ríkidæmi Sergio dregur upp þá mynd af sér að hann sé moldríkur og segist geta hjálpað öðrum að verða það líka, gegn greiðslu.

Sergio Herrero Medina er Íslendingur sem lofar að kenna þér leiðir til að græða milljón krónur á mánuði eða meira – ef þú borgar honum hundruð þúsunda fyrir námskeið. Hörð gagnrýni hefur komið fram á samfélagsmiðlum á Sergio og starfsaðferðir hans, sem bera mörg einkenni þekktra svikamylla. 

Sjálfur segist hann ekki þurfa á peningum að halda, hann græði svo mikið á að selja fyrirtækjum þjónustu sem í raun sé framkvæmd af gervigreind. Engin opinber gögn styðja þá fullyrðingu og segist Sergio ekki geta gefið upp fyrir hverja hann starfar vegna trúnaðarákvæða í samningum sem hann gerir.

Fjölmargir hafa lýst yfir efasemdum um Sergio og lýst honum sem svikahrappi í umræðuþráðum á samfélagsmiðlum. Heimildin hefur rætt við fjölda fólks sem bæði hefur setið námskeið hjá Sergio eða eru aðstandendur einstaklinga sem hafa greitt honum fúlgur fjár fyrir. Tveir þessara viðmælenda eru á meðal stuðningsmanna Sergio og segja að hann hafi hjálpað …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár