Sergio Herrero Medina er Íslendingur sem lofar að kenna þér leiðir til að græða milljón krónur á mánuði eða meira – ef þú borgar honum hundruð þúsunda fyrir námskeið. Hörð gagnrýni hefur komið fram á samfélagsmiðlum á Sergio og starfsaðferðir hans, sem bera mörg einkenni þekktra svikamylla.
Sjálfur segist hann ekki þurfa á peningum að halda, hann græði svo mikið á að selja fyrirtækjum þjónustu sem í raun sé framkvæmd af gervigreind. Engin opinber gögn styðja þá fullyrðingu og segist Sergio ekki geta gefið upp fyrir hverja hann starfar vegna trúnaðarákvæða í samningum sem hann gerir.
Fjölmargir hafa lýst yfir efasemdum um Sergio og lýst honum sem svikahrappi í umræðuþráðum á samfélagsmiðlum. Heimildin hefur rætt við fjölda fólks sem bæði hefur setið námskeið hjá Sergio eða eru aðstandendur einstaklinga sem hafa greitt honum fúlgur fjár fyrir. Tveir þessara viðmælenda eru á meðal stuðningsmanna Sergio og segja að hann hafi hjálpað …


























Athugasemdir