Katastrófa fyrir danska jafnaðarmenn

Þrátt fyr­ir að vera stærst­ur eru stjórn­mála­skýrend­ur á einu máli um að sveita­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar í Dan­mörku hafi ver­ið kat­ast­rófa fyr­ir Jafn­að­ar­manna­flokk­inn. Ven­stre hef­ur þeg­ar tryggt sér fleiri borg­ar- og bæj­ar­stjóra­stóla, þó fylgi hans hafi líka dreg­ist sam­an.

Katastrófa fyrir danska jafnaðarmenn
Barátta Borgir og bæir Kaupmannahafnar hafa undanfarnar vikur verið skreyttar myndum frambjóðenda. Mynd: Sergei GAPON / AFP

Þrátt fyrir að vera stærsti flokkurinn á landsvísu hafa danskir stjórnmálaskýringar lýst sveitastjórnarkosningunum sem katastrófu fyrir Jafnaðarmannaflokk Mette Frederiksen. Stuðningur við flokkinn dróst saman um meira en fimm prósent frá því árið 2021. 

Jafnaðarmenn bjuggust við að tapa fylgi miðað við síðustu sveitarstjórnarkosningar en snemma í gærkvöldi viðurkenndi formaður flokksins og forsætisráðherra, Mette Frederiksen, að útlitið virtist vera verra en búist hafði verið við.

Nú í morgunsárið er ljóst að Jafnaðarmenn töpuðu fylgi í 87 af 98 sveitarfélögum.

Kaupmannahöfn var vígi sem Jafnaðarmenn höfðu haldið í meira en 100 ár og átt yfirborgarstjóra allar götur síðan 1938, þegar það embætti var fyrst skipað. Flokkurinn missti einnig völd í Gladsaxe, Næstved, Holstebro, Køge og Fredericia – fimm sveitarfélögum sem lengi hafa verið talin sterk vígi Jafnaðarmanna.

Hvergi var fylgistapið þó meira en í Frederikshavn, þar sem Jafnaðarmenn töpuðu meira en 31 prósent fylgi frá síðustu kosningum. 

Hægri flokkurinn Venstre hefur í nótt staðið í ströngu við myndun meirihluta víða um land og hefur þegar tryggt sér borgar- og bæjarstjóraembætti í 39 sveitarfélögum, þrátt fyrir að hafa tapað fylgi í kosningunum. Flokkurinn er því í leiðtogastöðu í fleiri sveitarfélögum en nokkur annar flokkur.

Jafnaðarmenn hafa hins vegar náð að semja sig í 26 stóla, sem er langt frá þeim 44 sem flokkurinn hafði síðasta kjörtímabilið. 

Enn er óljóst hver verður yfirborgarstjóri í Kaupmannahöfn. Einingalistinn hlaut rúm 22 prósent, Sósíalíski þjóðarflokkurinn tæp 18 og Jafnaðarmenn 12,7 prósent. Bæði Einingarlistinn og Jafnaðarmenn töpuðu fylgi á milli kosninga en vinstri flokkarnir héldu þó meirihluta borgarfulltrúa. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár