Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

NetApp stefnir Jóni Þorgrími fyrir blekkingar og hugverkastuld

Jón Þor­grím­ur Stef­áns­son, fyrr­ver­andi for­stjóri NetApp á Ís­landi, er sagð­ur hafa und­ir­bú­ið stofn­un sam­keppn­is­vöru á með­an hann starf­aði enn hjá fyr­ir­tæk­inu. Var­an er sögð nefnd eft­ir leik­muni úr kvik­mynd­inni Office Space en NetApp tel­ur hann hafa blekkt fyr­ir­tæk­ið til að valda því skaða.

NetApp stefnir Jóni Þorgrími fyrir blekkingar og hugverkastuld
Jón Þorgrímur Stefánsson NetApp segir Jón Þorgrím hafa undirbúið samkeppnisvöru á meðan hann vann enn hjá fyrirtækinu.

Fyrirtækið NetApp, sem sér um lausnir í skýjageymslu, hefur stefnt fyrrverandi framkvæmdastjóra og yfirmanni tæknimála, Jóni Þorgrími Stefánssyni.

Í málsókninni er fullyrt að Jón Þorgrímur hafi blekkt NetApp, stolið hugverkaréttindum þess og nýtt sér þau hugverkaréttindi þegar hann varð framkvæmdastjóri skýjalausna hjá VAST Data. NetApp fékk einnig tímabundið nálgunarbann gegn Jóni.

Stefnan var lögð fram 6. nóvember síðastliðinn samkvæmt umfjöllun Forbes um málið.

Jón Þorgrímur Stefánsson, þekktur sem Jónsi, vann fyrir NetApp í átta ár en tilkynnti um starfslok sín í sumar í færslu á Facebook síðu sinni. Hann var hátt settur hjá fyrirtækinu og stýrði samskiptum við helstu stórfyrirtæki sem fyrirtækið vann með.

Hann hefur ítrekað komist ofarlega á tekjulista Heimildarinnar og annarra fjölmiðla og var til að mynda með 17,5 milljónir króna í mánaðarlaun sem forstjóri NetApp á Íslandi árið 2022.

Nefnt eftir leikmuni í Office Space

Samkvæmt stefnunni undirbjó Jón Þorgrímur meintan glæp lengi á …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár