NetApp stefnir Jóni Þorgrími fyrir blekkingar og hugverkastuld

Jón Þor­grím­ur Stef­áns­son, fyrr­ver­andi for­stjóri NetApp á Ís­landi, er sagð­ur hafa und­ir­bú­ið stofn­un sam­keppn­is­vöru á með­an hann starf­aði enn hjá fyr­ir­tæk­inu. Var­an er sögð nefnd eft­ir leik­muni úr kvik­mynd­inni Office Space en NetApp tel­ur hann hafa blekkt fyr­ir­tæk­ið til að valda því skaða.

NetApp stefnir Jóni Þorgrími fyrir blekkingar og hugverkastuld
Jón Þorgrímur Stefánsson NetApp segir Jón Þorgrím hafa undirbúið samkeppnisvöru á meðan hann vann enn hjá fyrirtækinu.

Fyrirtækið NetApp, sem sér um lausnir í skýjageymslu, hefur stefnt fyrrverandi framkvæmdastjóra og yfirmanni tæknimála, Jóni Þorgrími Stefánssyni.

Í málsókninni er fullyrt að Jón Þorgrímur hafi blekkt NetApp, stolið hugverkaréttindum þess og nýtt sér þau hugverkaréttindi þegar hann varð framkvæmdastjóri skýjalausna hjá VAST Data. NetApp fékk einnig tímabundið nálgunarbann gegn Jóni.

Stefnan var lögð fram 6. nóvember síðastliðinn samkvæmt umfjöllun Forbes um málið.

Jón Þorgrímur Stefánsson, þekktur sem Jónsi, vann fyrir NetApp í átta ár en tilkynnti um starfslok sín í sumar í færslu á Facebook síðu sinni. Hann var hátt settur hjá fyrirtækinu og stýrði samskiptum við helstu stórfyrirtæki sem fyrirtækið vann með.

Hann hefur ítrekað komist ofarlega á tekjulista Heimildarinnar og annarra fjölmiðla og var til að mynda með 17,5 milljónir króna í mánaðarlaun sem forstjóri NetApp á Íslandi árið 2022.

Nefnt eftir leikmuni í Office Space

Samkvæmt stefnunni undirbjó Jón Þorgrímur meintan glæp lengi á …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár