Fyrirtækið NetApp, sem sér um lausnir í skýjageymslu, hefur stefnt fyrrverandi framkvæmdastjóra og yfirmanni tæknimála, Jóni Þorgrími Stefánssyni.
Í málsókninni er fullyrt að Jón Þorgrímur hafi blekkt NetApp, stolið hugverkaréttindum þess og nýtt sér þau hugverkaréttindi þegar hann varð framkvæmdastjóri skýjalausna hjá VAST Data. NetApp fékk einnig tímabundið nálgunarbann gegn Jóni.
Stefnan var lögð fram 6. nóvember síðastliðinn samkvæmt umfjöllun Forbes um málið.
Jón Þorgrímur Stefánsson, þekktur sem Jónsi, vann fyrir NetApp í átta ár en tilkynnti um starfslok sín í sumar í færslu á Facebook síðu sinni. Hann var hátt settur hjá fyrirtækinu og stýrði samskiptum við helstu stórfyrirtæki sem fyrirtækið vann með.
Hann hefur ítrekað komist ofarlega á tekjulista Heimildarinnar og annarra fjölmiðla og var til að mynda með 17,5 milljónir króna í mánaðarlaun sem forstjóri NetApp á Íslandi árið 2022.
Nefnt eftir leikmuni í Office Space
Samkvæmt stefnunni undirbjó Jón Þorgrímur meintan glæp lengi á …














































Athugasemdir