Víðtækar truflanir eru á veraldarvefnum vegna bilunar í alþjóðaneti fyrirtækisins Cloudflare. Áhrifanna gætir í vefsíðum um allan heim og einnig á Íslandi.

Truflanir hafa verið bæði á vef RÚV og Gímaldsins vegna þessa auk vefs Mannlífs, sem gefið er út af Sameinaða útgáfufélaginu, sem er á köflum óaðgengilegur vegna vandamálsins. Áhrifanna gætir einnig hjá vinsælum vefþjónustum svo sem gervigreindarforritinu ChatGPT.
Þá nær bilunin einnig til samfélagsmiðilanna X og Letterboxd, svo eitthvað sé nefnt.
Cloudflare virkar sem milliliður milli vefþjóna og notenda en tilgangur þjónustunnar er að auka áreiðanleika, öryggi og virkni vefsíðna auk þess að verja þær fyrir tölvuárásum.













































Athugasemdir