Tvær leiðir til að lækka vexti

Hag­fræð­ing­ur­inn Ólaf­ur Mar­geirs­son seg­ir að stöðva þurfi notk­un verð­trygg­ing­ar eða taka upp nýja mynt til að lækka vexti hús­næð­is­lána á Ís­landi.

Tvær leiðir til að lækka vexti
Ólafur Margeirsson Hagfræðingur segir miðlunarferli vaxtastefnu Seðlabankans ábótavant. Mynd: Bára Huld Beck

Vaxtaálag á Íslandi er ekki hærra en í Þýskalandi eða Sviss á meðan vextir á fasteignalánum með fimm ára bundnum vöxtum eru í kringum 8,15 prósent, samkvæmt útreikningum Ólafs Margeirssonar hagfræðings. Ástæða hás vaxtastigs á Íslandi sé því ekki hátt vaxtaálag heldur það að vaxtastefna Seðlabanka Íslands hafi ekki næg áhrif.

Peningastefnunefnd Seðlabankans mun á morgun tilkynna um vaxtaákvörðun sína en mikil umræða hefur skapast um vaxtastig á Íslandi undanfarið í ljósi þróunar verðbólgu og dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða.

Ólafur skrifaði færslu á Facebook í gær með mynd sem sýndi hversu mikið hærri vextir á íslenskum húsnæðislánum eru en í samanburðarlöndum í Evrópu þrátt fyrir svipað vaxtaálag á ríkisskuldabréf.

„Álagið er í kringum 1,3% - 1,4% á reiknaða ríkisskuldabréfavexti,“ skrifaði hann. „Það er svipað og í Þýskalandi og hér í Sviss en hærra en víða annars staðar innan Evrusvæðisins, í Svíþjóð …

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    Þetta er ekki "annað hvort eða". Verðtryggingu lána til neytenda þarf að afnema hvort sem Íslendingar ákveða að halda eða afsala sér fullveldi í peningaútgáfumálum.

    Auk þess er eitt stórt vandamál sem enginn meðmælenda upptöku erlends gjaldmiðils hefur lagt fram lausn á. Peningamagn í umferð á Íslandi er um 3.000 milljarðar króna, jafngildi 20,3 milljarða evra eða 18,74 milljarða svissneskra franka eða 23,54 milljarða Bandaríkjadala svo dæmi séu tekin. Þetta er það magn af erlendum gjaldeyri sem við þyrftum að afla til að geta skipt öllum krónum í umferð yfir í þann gjaldeyri. Enginn á Íslandi hefur vald til að prenta erlenda gjaldmiðla þar sem það væri brot á fullveldisrétti útgáfuríkja þeirra. Þess vegna vaknar óhjákvæmilega sú spurning: Hvar ættum við að fá allan þennan erlenda gjaldeyri og það sem mestu máli skiptir: með hverju gætum við mögulega þurft að borga fyrir hann? Norðurljósunum? Sandi úr Reynisfjöru? Eða myndu seljendur gera kröfu um raunveruleg verðmæti sem greiðslu eins og flugvelli, hafnir, ríkisfyrirtæki (Landsvirkjun?, Landsbankann?), landareignir, vatnsréttindi, yfirráðarétt yfir fiskimiðunum? Hvar endar reikningurinn???
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár