Vaxtaálag á Íslandi er ekki hærra en í Þýskalandi eða Sviss á meðan vextir á fasteignalánum með fimm ára bundnum vöxtum eru í kringum 8,15 prósent, samkvæmt útreikningum Ólafs Margeirssonar hagfræðings. Ástæða hás vaxtastigs á Íslandi sé því ekki hátt vaxtaálag heldur það að vaxtastefna Seðlabanka Íslands hafi ekki næg áhrif.
Peningastefnunefnd Seðlabankans mun á morgun tilkynna um vaxtaákvörðun sína en mikil umræða hefur skapast um vaxtastig á Íslandi undanfarið í ljósi þróunar verðbólgu og dóms Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða.
Ólafur skrifaði færslu á Facebook í gær með mynd sem sýndi hversu mikið hærri vextir á íslenskum húsnæðislánum eru en í samanburðarlöndum í Evrópu þrátt fyrir svipað vaxtaálag á ríkisskuldabréf.
„Álagið er í kringum 1,3% - 1,4% á reiknaða ríkisskuldabréfavexti,“ skrifaði hann. „Það er svipað og í Þýskalandi og hér í Sviss en hærra en víða annars staðar innan Evrusvæðisins, í Svíþjóð …













































Athugasemdir