Sveitarstjórnarfulltrúum fækkar

Sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­um í Reykja­vík, Mos­fells­bæ, Vest­manna­eyj­um, Hafnar­firði og Ár­borg hef­ur fjölg­að um 20 frá kosn­ing­un­um 2010. Al­mennt hef­ur full­trú­um fækk­að eft­ir sam­ein­ing­ar 30 sveit­ar­fé­laga á tíma­bil­inu.

Sveitarstjórnarfulltrúum fækkar
Borgarstjórn Borgarfulltrúum fjölgaði úr 15 í 23 árið 2018. Mynd: Bára Huld Beck

Fimm sveitarfélög hafa fjölgað sveitarstjórnarfulltrúum frá árinu 2011 en sveitarstjórnarfulltrúum á landinu öllu hefur hins vegar fækkað á sama tíma.

Þetta kemur fram í svari Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokks, á Alþingi. Óskaði hún eftir upplýsingum um þróun fjölda sveitarstjórnarfulltrúa og launakostnað þeirra á árunum 2011 til 2024.

Sveitarstjórnarfulltrúum í Hafnarfirði fjölgaði úr 7 í 11 árið 2014, Mosfellsbær fjölgaði úr 7 í 9 árið 2014 og úr 9 í 11 árið 2022, Reykjavíkurborg fór úr 15 í 23 árið 2018, Sveitarfélagið Árborg úr 9 í 11 árið 2022 og Vestmannaeyjabær úr 7 í 9 árið 2022.

Í svarinu kemur fram að ráðuneytinu sé ekki falið með lögum að fylgjast með launakostnaði kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa með almennum hætti og því liggi þær upplýsingar ekki fyrir.

Ráðherra hyggist hins vegar leggja fram frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum á næstunni þar sem lagt verður til að lögfest verði …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár