Fimm sveitarfélög hafa fjölgað sveitarstjórnarfulltrúum frá árinu 2011 en sveitarstjórnarfulltrúum á landinu öllu hefur hins vegar fækkað á sama tíma.
Þetta kemur fram í svari Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokks, á Alþingi. Óskaði hún eftir upplýsingum um þróun fjölda sveitarstjórnarfulltrúa og launakostnað þeirra á árunum 2011 til 2024.
Sveitarstjórnarfulltrúum í Hafnarfirði fjölgaði úr 7 í 11 árið 2014, Mosfellsbær fjölgaði úr 7 í 9 árið 2014 og úr 9 í 11 árið 2022, Reykjavíkurborg fór úr 15 í 23 árið 2018, Sveitarfélagið Árborg úr 9 í 11 árið 2022 og Vestmannaeyjabær úr 7 í 9 árið 2022.
Í svarinu kemur fram að ráðuneytinu sé ekki falið með lögum að fylgjast með launakostnaði kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa með almennum hætti og því liggi þær upplýsingar ekki fyrir.
Ráðherra hyggist hins vegar leggja fram frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum á næstunni þar sem lagt verður til að lögfest verði …














































Athugasemdir