<span>Lífið á umdeildasta meðferðarheimili landsins:</span> „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“

Lífið á umdeildasta meðferðarheimili landsins: „Með börn sem voru sekúndum frá því að deyja“

Mann­skæð­ur bruni, starfs­mað­ur með stöðu sak­born­ings og fíkni­efn­in flæð­andi – þannig hafa frétt­irn­ar ver­ið af Stuðl­um. Starfs­menn segja mik­ið geta geng­ið á. „Þetta er stað­ur­inn þar sem börn­in eru stopp­uð af,“ seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur. Flest­ir sem þang­að koma hafa orð­ið fyr­ir al­var­leg­um áföll­um og bera sár sem get­ur tek­ið æv­ina að gróa.

Inni í miðri borg stendur úrræði á vegum barnaverndar fyrir börn og ungmenni sem hafa villst þannig af leið að það þarf að frelsissvipta þau. Á sínum tíma voru Stuðlar reistir í útjaðri borgarinnar, en nú hefur borgin vaxið utan um meðferðarheimilið, skemmtanahöll risið í næsta húsi og vegfarendur sem eiga leið hjá hafa ósjaldan haldið símunum á lofti þegar lögregla fylgir skjólstæðingum inn. Aðkoman ber þess hins vegar merki að hingað á enginn að koma án þess að eiga erindi. 

Alls eru 35 þúsund krakkar á aldrinum 12 til 18 ára hér á landi, þar af tæp tólf þúsund í Reykjavík. Aðeins örlítið brot af þessum hópi á nokkurn tímann erindi á Stuðla. Árlega dvelja þar á milli 70 til 80 börn, þótt fjöldi daga og vistana sé misjafn. Þótt hópurinn sé lítill í þessu almenna samhengi, er álagið á starfsemina engu að síður mikið. Hingað koma börn úr …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Týndu strákarnir

„Starfsmenn hafa verið hræddir“
InnlentTýndu strákarnir

„Starfs­menn hafa ver­ið hrædd­ir“

Á Stuðl­um hef­ur sér­stöku ör­ygg­is- og við­bragð­steymi hef­ur ver­ið kom­ið á til að tak­ast á við árás­ir á starfs­menn og tryggja að þving­an­ir gagn­vart börn­um fari fag­lega fram. Tengsl eru besta for­vörn­in seg­ir starf­andi for­stöðu­mað­ur en það dug­ar ekki alltaf til. Starfs­menn hafa lent í því að það er hrækt á þá, þeir bitn­ir, skall­að­ir og nef­brotn­ir. Spark­að hef­ur ver­ið í haus­inn á starfs­mani, hár rif­ið af höfði starfs­manns og brot­in tönn.
Syrgja fyrrverandi skjólstæðing: Til mikils unnið ef hægt er að koma heilunarferli af stað
InnlentTýndu strákarnir

Syrgja fyrr­ver­andi skjól­stæð­ing: Til mik­ils unn­ið ef hægt er að koma heil­un­ar­ferli af stað

„Við leyf­um ekki neyslu hér inni en hver er hinn val­mögu­leik­inn?“ spyr starf­andi for­stöðu­mað­ur Stuðla. Regl­ur kveða skýrt á um að fíkni­efni séu bönn­uð á Stuðl­um en börn­um er ekki vís­að út vegna neyslu. Ef hægt er að koma heil­un­ar­ferli af stað er til mik­ils unn­ið. „Þetta eru börn sem við þurf­um að vernda,“ seg­ir for­stöðu­mað­ur­inn, en starfs­fólk­ið syrg­ir fyrr­ver­andi skjól­stæð­ing.
Fá útrás fyrir erfiðar tilfinningar með því að beita ofbeldi
InnlentTýndu strákarnir

Fá út­rás fyr­ir erf­ið­ar til­finn­ing­ar með því að beita of­beldi

„Ef við skoð­um sögu þeirra sem hafa ver­ið að beita hvað al­var­leg­asta of­beld­inu und­an­far­in ár þá hafa þau eig­in­lega öll bú­ið við heim­il­isof­beldi á ein­hverj­um tíma­punkti,“ seg­ir Erla Mar­grét Her­manns­dótt­ir, sál­fræð­ing­ur á Stuðl­um. Þung dóms­mál og gengja­mynd­an­ir hafa sett svip sinn á starf­sem­ina.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár