Miðstöð fyrir flugvallarrútur neðanjarðar við Miklubrautargöng

Stýri­hóp­ur á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar skoð­ar fýsi­leika þess að ný sam­göngu­mið­stöð Reykja­vík­ur verði við enda Miklu­braut­ar­gangna þeg­ar þau rísa. Þar yrði lyk­il­skipti­stöð Borg­ar­línu og mið­stöð fyr­ir lang­ferða­bíla til og frá Kefla­vík.

Miðstöð fyrir flugvallarrútur neðanjarðar við Miklubrautargöng
Miklabraut Mynd: Jón Trausti Reynisson

Stýrihópi verður falið að kanna raunhæfni hugmynda um samgöngumiðstöð Reykjavíkur í og við vesturenda Miklubrautarganga.

Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Útfærslur að Miklubrautargöngum og hugmynd að samgöngumiðstöð við vesturenda ganganna liggja fyrir og mun hópurinn skoða betur umfang verkefnisins og fýsileika staðsetningarinnar.

Miklubrautargöng yrðu 2,8 km löng jarðgöng milli Snorrabrautar og austur fyrir Grensásveg og eru fyrirhuguð fyrir árið 2038.

„Lykilskiptistöð Borgarlínu og nýs leiðarkerfis Strætó yrði þar á yfirborði en undir yfirborði yrði miðstöð langferðabíla, þ.m.t. rútuferða milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar,“ segir í erindisbréfi stýrihópsins. „Áður hefur verið gert ráð fyrir samgöngumiðstöð á Umferðarmiðstöðvarreit en hann yrði þá þróaður með öðrum hætti. Samgöngumiðstöð við Miklubrautargöng hefði mun sterkari tengingu við lykilskiptistöð almenningssamgangna og myndi nýta holrými sem myndast í tengslum við vestari gangnamunnann.“

Hópurinn mun kanna afstöðu Vegagerðarinnar og Betri samgangna, félagsins sem heldur utan um Borgarlínuverkefnið, og rýna fjárhagslega þætti málsins. Þá mun hann kanna …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu