Stýrihópi verður falið að kanna raunhæfni hugmynda um samgöngumiðstöð Reykjavíkur í og við vesturenda Miklubrautarganga.
Þetta var samþykkt á fundi borgarráðs í gær. Útfærslur að Miklubrautargöngum og hugmynd að samgöngumiðstöð við vesturenda ganganna liggja fyrir og mun hópurinn skoða betur umfang verkefnisins og fýsileika staðsetningarinnar.
Miklubrautargöng yrðu 2,8 km löng jarðgöng milli Snorrabrautar og austur fyrir Grensásveg og eru fyrirhuguð fyrir árið 2038.
„Lykilskiptistöð Borgarlínu og nýs leiðarkerfis Strætó yrði þar á yfirborði en undir yfirborði yrði miðstöð langferðabíla, þ.m.t. rútuferða milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar,“ segir í erindisbréfi stýrihópsins. „Áður hefur verið gert ráð fyrir samgöngumiðstöð á Umferðarmiðstöðvarreit en hann yrði þá þróaður með öðrum hætti. Samgöngumiðstöð við Miklubrautargöng hefði mun sterkari tengingu við lykilskiptistöð almenningssamgangna og myndi nýta holrými sem myndast í tengslum við vestari gangnamunnann.“
Hópurinn mun kanna afstöðu Vegagerðarinnar og Betri samgangna, félagsins sem heldur utan um Borgarlínuverkefnið, og rýna fjárhagslega þætti málsins. Þá mun hann kanna …













































Athugasemdir