Fimmfaldur munur er á upphæðum á starfslokasamningum á Skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að því er fram kemur í svörum meirihluta borgarstjórnar við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Gerð hafa verið samkomulag um starfslok við 13 stjórnendur í leikskólum og grunnskólum frá 1. janúar 2015 til 15. maí 2025 og nemur upphæðin 367 milljónum króna á þessu tímabili. Þegar litið er til velferðarsviðs hafa verið gerðir átta starslokasamningar á síðustu tíu árum og kostnaður sem fellur á útsvarsgreiðendur eru 75 milljónir á sama tímabili.
Lengsti einstaki starfslokasamningurinn hjá skólastjórnendum er 22 mánuðir og samantalin laun þessa einstaklings 45 milljónir á tæpum tveimur árum.
Á velferðarsviði er lengsti starfslokasamningurinn 12 mánuðir, og voru tveir slíkir gerðir á einum áratug. Á sama tíma eru aðeins tveir starfslokasamningar af þrettán undir 12 mánuðum hjá Skóla og frístundasviði og eru þeir annarsvegar 6 mánuðir og svo fimm.

















































Athugasemdir (2)