Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Himinn og haf á milli starfslokasamninga hjá Reykjavíkurborg

Fimm­fald­ur mun­ur er á upp­hæð­um starfs­loka­samn­inga milli tveggja sviða hjá Reykja­vík­ur­borg. Borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins tel­ur notk­un á þessu úr­ræði óeðli­lega. Einn starfs­mað­ur fékk 22 mán­uði greidda.

Himinn og haf á milli starfslokasamninga hjá Reykjavíkurborg
Ráðhús Reykjavíkur Mikill munur er á starfslokasamningum á milli sviða Reykjavíkurborgar. Mynd: Bára Huld Beck

Fimmfaldur munur er á upphæðum á starfslokasamningum á Skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að því er fram kemur í svörum meirihluta borgarstjórnar við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Gerð hafa verið samkomulag um starfslok við 13 stjórnendur í leikskólum og grunnskólum frá 1. janúar 2015 til 15. maí 2025 og nemur upphæðin 367 milljónum króna á þessu tímabili. Þegar litið er til velferðarsviðs hafa verið gerðir átta starslokasamningar á síðustu tíu árum og kostnaður sem fellur á útsvarsgreiðendur eru 75 milljónir á sama tímabili. 

Lengsti einstaki starfslokasamningurinn hjá skólastjórnendum er 22 mánuðir og samantalin laun þessa einstaklings 45 milljónir á tæpum tveimur árum. 

Á velferðarsviði er lengsti starfslokasamningurinn 12 mánuðir, og voru tveir slíkir gerðir á einum áratug. Á sama tíma eru aðeins tveir starfslokasamningar af þrettán undir 12 mánuðum hjá Skóla og frístundasviði og eru þeir annarsvegar 6 mánuðir og svo fimm.

Helgi Áss GrétarssonBorgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Gunnar Björgvinsson skrifaði
    Af hverju fá stjórnendur starfslokasamninga en ekki almennir starfsmenn. Þetta er fullkomnlega óréttlátt. Auk þess sem upphæðirnar eru súrrealískar.
    2
    • Gunnar Björgvinsson skrifaði
      Sá eða sú sem er ábyrg fyrir þessu má fara sinn veg, en ég vill ekki hafa viðkomandi í vinnu hjá mér.
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
3
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár