Glæpasagnahöfundarnir Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir fá 20 milljónir króna hvort í arðgreiðslur úr félögunum sem halda utan um ritstörf þeirra. Afkoma fyrirtækjanna er þó æði misjöfn en bæði eru þau meðal vinsælustu glæpasagnahöfunda þjóðarinnar. Þau byggja afkomu sína mismikið á ritstörfum.
Félag Arnaldar, Gilhagi ehf., skilaði 104 milljóna króna hagnaði á árinu 2024 og átti eignir að verðmæti um 1.300 milljóna króna. Þar á meðal voru verðbréf sem voru metin á rúman milljarð í lok árs og handbært fé upp á 220 milljónir króna. Meirihluti af tekjum félagsins kom úr fjárfestingum, en ekki af ritstörfum.
Yrsa Sigurðardóttir ehf., hagnaðist um 13,7 milljónir króna á sama tíma, sem tæplega tvöfalt meira en árið áður. Félagið átti eignir upp á 83 milljónir króna og stafar afkoma þess fyrst og fremst af ritstörfum Yrsu.
Milljarður í verðbréfum
Rekstrartekjur félags Arnaldar námu tæpum 68 milljónum króna, svipað og árið á undan, en tekjur …













































Athugasemdir (1)