„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Það er alltaf von,“ segir Arnar Smári Lárusson, einn týndu strákanna sem steig fram í forsíðuumfjöllun Heimildarinnar, þar sem þeir lýstu reynslu sinni af kerfinu sem átti að grípa þá sem börn, unglingar og ungir menn. Arnar var kominn á endastöð, búinn að skrifa fjölskyldunni kveðjubréf og tilbúinn til þess að kveðja þennan heim, áður en hann náði bata. „Ég veit ekki hvernig ég lifði af, en ég gerði það,“ segir hann og staldrar aðeins við, „sem betur fer.“ 

Segja allir sömu söguna 

Arnar Smári segist hafa farið í gegnum lífið með þung áföll í bakpokanum sem hann upplifði í barnæsku, sem hann treysti sér ekki til að tala um og fékk þar af leiðandi ekki stuðning til að vinna úr. 

Sem barn hafi hann stundað það að leika sér á gráa svæðinu. „Ég var mikill orkuþjófur og krafðist mikils. Svo varð ég fyrir alvarlegum áföllum þar sem brotið …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ásgeir Gautason skrifaði
    með aldrinum að þá lærir maður að áfôll fortíðarinnar er fjársjóðurinn manns. án þeirra væri maður sennilega ennþá fjötraður af ótta við annað fólk. Ef þú þú finnur einhvertiman vera kominn og vera fastur í andlga í helvíti, og þu veist bara um eina leið útur því, og að fá hjálp er ekki inní myndinni, þ á legg ég framm þriðja valmöguleikan, og reyna með ôllum manns vilja að gera helvíti á jörð ástand sem maður nær gera bara nokkuð kósý, vera ekki að fara i fortiðina, temja sér það umfram allt. Og með þvi kemur þakklætið . Og hvað getur maður beðið um meira i þessu lífi :) .. þú ert nákvæmlega á þeim stað sem þú átt að vera á akkúrat núna.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Týndu strákarnir

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár