Tjónið vegna meints samráðs Terra og Kubbs getur hlaupið á nokkur hundruð milljónum til nokkurra milljarða samkvæmt þeim sem þekkja vel til sorphirðuþjónustu. Sex voru handtekin í aðgerðum Samkeppniseftirlitsins og embætti héraðssaksóknara í lok október vegna gruns um víðtækt samráð. Rannsóknin snýr að því að Kubbur og Terra hafi haft með sér samráð, meðal annars við gerð útboða og þannig skipt markaðnum á milli sín.
Forstjóri Íslenska gámafélagsins segir meint brot ekkert sérstaklega klókt, og grunur um samráð hafi þegar verið vaknaður. Formaður Neytendasamtakanna tekur í sama streng og segir málið hafa legið þungt á sveitarstjórnarfulltrúum sem samtökin hittu á ferð sinni um landið. Það hafi svo leitt til þess að kvörtun var send til eftirlitsins, en formaður Neytendasamtakanna segist ekki vita til þess að það hafi hrint rannsókn af stað, eða hvort hún hafi þá staðið yfir þegar tilkynning var send.
Verði starfsfólk fyrirtækjanna fundið sekt um brotin, gæti …












































Athugasemdir