„Mér þykir rosalega sárt að kveðja ykkur á þessum tíma. Ég elska ykkur öll rosalega mikið og er rosalega stoltur af ykkur öllum. Verið sterkari en ég og gerið mig stoltan.“
Með þessum orðum hugðist Arnar Smári Lárusson kveðja þennan heim. Frá barnæsku höfðu sjálfsvígshugsanir herjað á hann, hann hafði reynt að deyfa vanlíðan með vímuefnum en nú var neyslan farin að svíkja hann. Stjórnleysið var orðið slíkt að hann sá fram á að missa allt frá sér sem skipti máli, fíknivandi og spilafíkn settu fjárhaginn úr skorðum og tengslin við hans nánustu aðstandendur voru að rofna. Þrátt fyrir örvæntinguna sem herjaði á hann gat hann ekki hætt og sá enga leið út.
Á síðasta ári sviptu átta karlmenn undir þrítugu sig lífi. Í dag þakkar Arnar fyrir að sjálfsvígstilraunin misheppnaðist. Þegar hann vaknaði aftur til meðvitundar leitaði hann sér aðstoðar á bráðamóttöku geðsviðs á Landspítalanum. „Minn tími var ekki …





























Athugasemdir