Stjórn VG í Reykjavík gagnrýnir leikskólastefnu eigin borgarfulltrúa

Falla ætti frá Reykja­vík­ur­leið­inni í leik­skóla­mál­um að mati stjórn­ar Vinstri grænna í Reykja­vík og bíða með breyt­ing­ar þar til eft­ir kosn­ing­ar.

Stjórn VG í Reykjavík gagnrýnir leikskólastefnu eigin borgarfulltrúa
Meirihlutinn í Reykjavík Líf Magneudóttir (til hægri), oddviti Vinstri grænna, fær gagnrýni frá samflokksmönnum í leikskólamálum. Mynd: Golli

Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík (VGR) gagnrýnir fulltrúa flokksins í borgarstjórn fyrir stefnu þeirra í leikskólamálum.

Í áliti sem samþykkt var á stjórnarfundi VGR er Reykjavíkurleiðin svokallaða gagnrýnd. „Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík beinir því til kjörinna fulltrúa í borgarstjórn að endurskoðunar sé þörf á framkomnum þverpólitískum tillögum um umbætur í náms- og starfsumhverfi leikskóla í Reykjavík,“ segir í álitinu.

„Tillögurnar eru nú í samráðsferli en það sem er lagt til grundvallar í tillögunum eru viðamiklar gjaldskrárhækkanir fyrir þá þjónustu sem nú er boðið upp á. Lagt er til afsláttakerfi sem foreldrar með takmörkuð fjárráð, án sveigjanleika í vinnu og stuðningsnets í fjölskyldum, geta trauðla nýtt sér.“

Líf Magneudóttir er eini borgarfulltrúi Vinstri grænna og myndar meirihluta í borgarstjórn ásamt fulltrúum Samfylkingarinnar, Pírata, Flokks fólksins og Sósíalistaflokks.

„Hagsmunir foreldra, barna og starfsfólks leikskóla eru ekki ósamrýmanlegir“

Í álitinu segir að það sé stefna Vinstri grænna að leikskólastigið eigi að …

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár