Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík (VGR) gagnrýnir fulltrúa flokksins í borgarstjórn fyrir stefnu þeirra í leikskólamálum.
Í áliti sem samþykkt var á stjórnarfundi VGR er Reykjavíkurleiðin svokallaða gagnrýnd. „Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík beinir því til kjörinna fulltrúa í borgarstjórn að endurskoðunar sé þörf á framkomnum þverpólitískum tillögum um umbætur í náms- og starfsumhverfi leikskóla í Reykjavík,“ segir í álitinu.
„Tillögurnar eru nú í samráðsferli en það sem er lagt til grundvallar í tillögunum eru viðamiklar gjaldskrárhækkanir fyrir þá þjónustu sem nú er boðið upp á. Lagt er til afsláttakerfi sem foreldrar með takmörkuð fjárráð, án sveigjanleika í vinnu og stuðningsnets í fjölskyldum, geta trauðla nýtt sér.“
Líf Magneudóttir er eini borgarfulltrúi Vinstri grænna og myndar meirihluta í borgarstjórn ásamt fulltrúum Samfylkingarinnar, Pírata, Flokks fólksins og Sósíalistaflokks.
„Hagsmunir foreldra, barna og starfsfólks leikskóla eru ekki ósamrýmanlegir“
Í álitinu segir að það sé stefna Vinstri grænna að leikskólastigið eigi að …
















































Athugasemdir