Oddur Sigurðsson jarð- og jöklafræðingur hlaut fyrir nokkru Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti fyrir störf sín í þágu náttúruverndar á Íslandi. Oddur hefur helgað krafta sína rannsóknum á sviði jöklarannsókna hér á landi og breytingum á jöklum vegna hlýnandi loftslags. Árið 2014 var lýst yfir dauða Okjökuls en það var Oddur sem vakti athygli á endalokum jökulsins.
Oddur er mikilvirkur vísindamaður á sínu sviði, hann hefur skrásett jökla, sem hann segir vera merkilegt náttúrufyrirbrigði, og hefur myndað þá. Hann segir að Íslendingar þurfi að fara varlega í umsvifum sínum svo sem virkjanamálum og vegagerð, sem hann segir hafa valdið spjöllum á náttúruperlum.
Hann segist hafa farið að læra jarðfræði fyrir tilviljun en hann lærði hana í Svíþjóð. „Ég notaði eiginlega útilokunaraðferðina við að velja mér námsgrein. Líka við að velja háskóla því að það var ekki hægt að læra jarðfræði hér á landi. Ég endaði með að fara til Uppsala í …













































Athugasemdir