Stjórnendaráðgjafinn vinnur áfram að húsnæðismálum ríkislögreglustjóra

Stofn­andi og eini starfs­mað­ur Intru ráð­gjaf­ar, sem hef­ur feng­ið 160 millj­ón­ir króna greiðsl­ur frá embætti rík­is­lög­reglu­stjóra fyr­ir ým­is verk­efni, var í byrj­un sept­em­ber ráð­in í fullt starf á skrif­stofu Sig­ríð­ar Bjark­ar Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra. Stað­an var ekki aug­lýst.

Stjórnendaráðgjafinn vinnur áfram að húsnæðismálum ríkislögreglustjóra
Yfirmaður Þórunn starfar nú sem sérfræðingur á skrifstofu Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra. Mynd: Golli

Ríkislögreglustjóri hefur ráðið stjórnendaráðgjafann Þórunni Óðinsdóttur, eiganda fyrirtækisins Intru ráðgjafar, til starfa á skrifstofu embættisins. Ráðningin er tímabundin og var staðan ekki auglýst.

Fréttastofa RÚV greindi frá því í gær að Þórunn hefði í gegnum Intru fengið greiddar 160 milljónir króna fyrir ýmis og fjölbreytt verkefni hjá embættinu. Hún er stjórnendaráðgjafi og sérfræðingur í Lean Management, en var falið að velja gardínur og fara í skoðunar- og innkaupaferðir í Jysk og IKEA fyrir embættið. 

Í svari embættis ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Heimildarinnar kemur fram að hún muni halda áfram verkefnum sem tengjast húsnæðismálum embættisins. Þar segir einnig að Þórunn hafi verið ráðin 5. september síðastliðinn og gegni stöðu sérfræðings á skrifstofu ríkislögreglustjóra. Hún sinnir verkefnum sem tengjast húsnæðismálum embættisins og stjórnunarráðgjöf, en ráðningin gildir í þrjá mánuði.

Þórunn hefur þó gegnt ígildi fulls starfs hjá embættinu mun lengur, en í fréttaflutningi RÚV segir að á fyrstu sex mánuðum þessa árs hafi Intra fengið greiddar hátt í þúsund klukkustundir, sem jafngildir fullri dagvinnu. 

Ákvörðunin um fastráðningu var tekin „í lok sumars þegar ljóst var að niðurstaða vegna húsnæðismála embættisins myndi dragast á langinn“, að því er segir í svari embættisins.

Fyrra samstarf fyrir tugi milljóna

Þórunn hefur á undanförnum árum veitt ríkislögreglustjóra og stofnunum undir stjórn Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur víðtæka stjórnunarráðgjöf. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa RÚV greindi frá í gær hefur embættið keypt þjónustu af Intru fyrir um 160 milljónir króna, og heildargreiðslur frá stofnunum undir stjórn Sigríðar Bjarkar nema um 190 milljónum króna.

Þjónustan hefur meðal annars tengst innleiðingu á Lean Management-verkferlum og umbótastarfi innan embættisins. Það er þó ekki síst ráðgjöf Þórunnar um skipulag vinnurýma, þar á meðal val á gardínum, sorpflokkunarílátum og uppsetningu á píluspjöldum, sem hefur vakið athygli. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár