Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Fólk á sumardekkjum setur svip sinn á borgina

Snjó­þyngsli á suð­vest­ur­horn­inu hafa sett sam­göng­ur úr skorð­um.

Fólk á sumardekkjum setur svip sinn á borgina
Stopp Þessum strætó var ekið út í kant á leið upp Brúnaveg í Laugardal. Erfiðlega hefur gengið fyrir marga bíla að keyra upp brekkur, jafnvel aflíðandi, í færðinni. Mynd: Golli

Snjó hefur kyngt niður á Suðvesturhorninu undanfarna tíma. Óundirbúnir ökumenn og erfiðar aðstæður hafa sett svip sinn á höfuðborgarsvæðið það sem af er morgni. Nokkrir bílar hafa endað utan vegar á Reykjanesbraut í morgun og varar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við slæmri færð. 

Snjómokstur hófst klukkan fjögur í morgun og hafa fleiri en tuttugu snjóruðningstæki verið í notkun á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir það hefur gengið erfiðlega að halda helstu leiðum auðum, því sífellt meiri snjór fellur úr lofti. 

Í kapp við tímannEinn af viðmælendum Heimildarinnar í morgun var í óða önn að reyna að moka bílinn lausann svo hann kæmist í dekkjaskipti.

Einn vegfaranda sem ljósmyndari Heimildarinnar tók tali var í óða önn að moka bílinn sinn úr stæði til að ná í dekkjaskipti sem hann átti bókuð klukkan 9. 

Svo virðist sem margir ökumenn hafi ekki verið búnir að skipta af sumardekkjum fyrir snjókomuna, sem hafði verið varað við í gær. Spám bar þó ekki alveg saman um hversu mikið vetrarveður yrði í dag og hafði heldur verið dregið úr viðvörunum um morgunsnjó eftir því sem leið á gærdaginn. 

Gular veðurviðvaranir taka gildi á Vesturlandi, Höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi um hádegisbil í dag. Á vef Veðurstofunnar segir að akstursskilyrði muni versna.  

SnjómoksturÁ þriðja tug snjóruðningstækja eru við störf í Reykjavík.

Enn eru vetrarfrí í grunnskólum í Reykjavík og léttir það á umferð upp að einhverju marki. Úlfhéðinn Ullur Jónþórsson er einn þeirra nemenda sem eru í fríi í dag og hafði hann sett upp jólasveinahúfu áður en hann arkaði af stað út í bakarí í snjónum. „Hvað gerir maður á svona vetrarmorgni?“ sagði mamma hans Elísabet Stefánsdóttir og hló.

JólasveinahúfaÚlfhéðinn Ullur og Elísabet voru á leið í bakarí í vetrarfærðinni. Hann er einn fjölmargra nemenda sem eru í vetrarfríi í dag.

Samkvæmt upplýsingasíðu Reykjavíkurborgar er mokstrinum forgangsraðað. Stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur eru í forgangi og eiga að vera færar fyrir klukkan sjö að morgni. Aðrar meginumferðargötur skulu hreinsaðar fyrir klukkan átta.

Stofnstígar, ásamt helstu leiðum að strætóbiðstöðvum og skólum, eiga að vera greiðfærir fyrir klukkan átta en almennir stígar fyrir hádegi.  Snjómokstur og hálkuvarnir við strætóbiðstöðvar, skóla, sundlaugar og velferðarstofnanir eru unnin eftir þörfum.

Út að gangaBaldur og hundurinn Þoka létu snjóinn ekki stöðva sig.
Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár