Fólk á sumardekkjum setur svip sinn á borgina

Snjó­þyngsli á suð­vest­ur­horn­inu hafa sett sam­göng­ur úr skorð­um.

Fólk á sumardekkjum setur svip sinn á borgina
Stopp Þessum strætó var ekið út í kant á leið upp Brúnaveg í Laugardal. Erfiðlega hefur gengið fyrir marga bíla að keyra upp brekkur, jafnvel aflíðandi, í færðinni. Mynd: Golli

Snjó hefur kyngt niður á Suðvesturhorninu undanfarna tíma. Óundirbúnir ökumenn og erfiðar aðstæður hafa sett svip sinn á höfuðborgarsvæðið það sem af er morgni. Nokkrir bílar hafa endað utan vegar á Reykjanesbraut í morgun og varar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við slæmri færð. 

Snjómokstur hófst klukkan fjögur í morgun og hafa fleiri en tuttugu snjóruðningstæki verið í notkun á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir það hefur gengið erfiðlega að halda helstu leiðum auðum, því sífellt meiri snjór fellur úr lofti. 

Í kapp við tímannEinn af viðmælendum Heimildarinnar í morgun var í óða önn að reyna að moka bílinn lausann svo hann kæmist í dekkjaskipti.

Einn vegfaranda sem ljósmyndari Heimildarinnar tók tali var í óða önn að moka bílinn sinn úr stæði til að ná í dekkjaskipti sem hann átti bókuð klukkan 9. 

Svo virðist sem margir ökumenn hafi ekki verið búnir að skipta af sumardekkjum fyrir snjókomuna, sem hafði verið varað við í gær. Spám bar þó ekki alveg saman um hversu mikið vetrarveður yrði í dag og hafði heldur verið dregið úr viðvörunum um morgunsnjó eftir því sem leið á gærdaginn. 

Gular veðurviðvaranir taka gildi á Vesturlandi, Höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi um hádegisbil í dag. Á vef Veðurstofunnar segir að akstursskilyrði muni versna.  

SnjómoksturÁ þriðja tug snjóruðningstækja eru við störf í Reykjavík.

Enn eru vetrarfrí í grunnskólum í Reykjavík og léttir það á umferð upp að einhverju marki. Úlfhéðinn Ullur Jónþórsson er einn þeirra nemenda sem eru í fríi í dag og hafði hann sett upp jólasveinahúfu áður en hann arkaði af stað út í bakarí í snjónum. „Hvað gerir maður á svona vetrarmorgni?“ sagði mamma hans Elísabet Stefánsdóttir og hló.

JólasveinahúfaÚlfhéðinn Ullur og Elísabet voru á leið í bakarí í vetrarfærðinni. Hann er einn fjölmargra nemenda sem eru í vetrarfríi í dag.

Samkvæmt upplýsingasíðu Reykjavíkurborgar er mokstrinum forgangsraðað. Stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur eru í forgangi og eiga að vera færar fyrir klukkan sjö að morgni. Aðrar meginumferðargötur skulu hreinsaðar fyrir klukkan átta.

Stofnstígar, ásamt helstu leiðum að strætóbiðstöðvum og skólum, eiga að vera greiðfærir fyrir klukkan átta en almennir stígar fyrir hádegi.  Snjómokstur og hálkuvarnir við strætóbiðstöðvar, skóla, sundlaugar og velferðarstofnanir eru unnin eftir þörfum.

Út að gangaBaldur og hundurinn Þoka létu snjóinn ekki stöðva sig.
Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár