Þegar fyrsta Evrópustríð 20. aldar hófst árið 1914 vissi enginn hvaðan á sig stóð veðrið. Fótgönguliðar með reidda byssustingi og riddaraliðar með glampandi hnappa og brugðna korða þustu fram í von um að stríðinu yrði lokið fyrir jól. Í staðinn króaði gaddavír þá af á nokkurs konar slátursvæðum þar sem þeir voru sallaðir niður af vélbyssum. Það tók næstum fjögur ár þar til ný tækni, samhæfðar árásir skriðdreka, flugvéla og fótgönguliðs, gerði það aftur kleift að sækja fram af krafti. Þetta átti svo eftir að móta næsta stríð.
Þegar Rússar gerðu innrás í Úkraínu í febrúar 2022 beittu þeir álíka brögðum og notuð voru á síðustu öld, skriðdrekar brunuðu í áttina að Kænugarði og áttu að vinna sigur í leifturstríði. Í staðinn voru þeir stöðvaðir af fótgönguliðum vopnuðum handhægum rakettum en tyrkneskir Bayraktar-drónar í þjónustu Úkraínumanna réðust á birgðalínurnar. Skriðdrekar voru ekki það afl sem þeir áður höfðu verið en …













































Athugasemdir