Nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pyntingum hefur skráð erindi hælisleitenda frá Kamerún sem var sendur af landi brott til Möltu í sumar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Löglærður talsmaður mannsins, Brynjólfur Sveinn Ívarsson, segir þetta umtalsverðan áfanga en nefndin hefur einungis skráð 1.260 erindi síðan árið 1989. Af þeim hefur nefndin birt álit um 523 mál.
Kamerúnmaðurinn er fæddur árið 1997 og flúði frá heimalandi sínu út af borgarastyrjöld þar í landi sem er afleiðing nýlendustefnu Frakka og Englendinga. Átökin hverfast um Frönskumælandi Kamerúnmenn sem ofsækja þá enskumælandi og segir Brynjólfur að skjólstæðingur sinn, sem er ekki unnt að nafngreina að svo komnu vegna öryggissjónarmiða, hafi lent í miklu ofbeldi í heimalandinu.
Hann var verslunareigandi, búð hans var brennd til grunna þar sem hann var sakaður um að hafa selt andspyrnuhreyfingunni sígarettur. Maðurinn var svo laminn úti á götu af hermönnum. Hann var síðar fangelsaður þar sem hann mátti sæta pyntingum. Þegar hann …














































Athugasemdir