Segir Snorra kynna „mjúka útgáfu“ af rasískri samsæriskenningu

Stjórn­ar­mað­ur í Efl­ingu seg­ir það „rasíska draumóra“ að inn­fædd­um sé skipt út fyr­ir inn­flytj­end­ur. Snorri Más­son, vara­formað­ur Mið­flokks­ins, seg­ir mik­il menn­ing­ar­verð­mæti tap­ast ef „heima­menn“ lenda í minni­hluta á Ís­landi.

Segir Snorra kynna „mjúka útgáfu“ af rasískri samsæriskenningu
Snorri Másson og Ian McDonald Varaformaður Miðflokksins skrifaði grein um hrun vestrænnar siðmenningar.

Stjórnarmaður í Eflingu segir Snorra Másson, varaformann Miðflokksins, boða hvíta þjóðernishyggju og draga athyglina frá raunverulegum vandamálum í samfélaginu.

Snorri skrifaði grein í Viðskiptablaðið í vikunni þar sem hann sagði hrun vestrænnar siðmenningar vofa yfir og „heimamenn“ lenda í minnihluta á Íslandi að óbreyttu eftir nokkra áratugi. Mikil menningarverðmæti muni tapast við það að innflytjendum fjölgi á kostnað innfæddra.

„Snorri Másson vill að þú trúir því að lækkandi fæðingartíðni á Íslandi og vaxandi innflytjendafjöldi séu á einhvern hátt tengd,“ skrifar Ian McDonald, stjórnarmaður í Eflingu, í umræðuhópinn Rauða þráðinn á Facebook. Greinin er á ensku en tilvitnanir í þýðingu blaðamanns „Við skulum kalla það það sem það er. Þetta eru ekki samfélagslegsumræða. Þetta er mjúk útgáfa af samsæriskenningunni um „Great Replacement“, rasískum draumórum um að hvítum eða „innfæddum“ íbúum sé skipt út fyrir útlendinga.“

„Þetta er hvít þjóðernishyggja klædd sem lýðfræðilegt áhyggjuefni“

Hann segir þessa hugmynd vera ranga. „Þetta …

Kjósa
87
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár