Stjórnarmaður í Eflingu segir Snorra Másson, varaformann Miðflokksins, boða hvíta þjóðernishyggju og draga athyglina frá raunverulegum vandamálum í samfélaginu.
Snorri skrifaði grein í Viðskiptablaðið í vikunni þar sem hann sagði hrun vestrænnar siðmenningar vofa yfir og „heimamenn“ lenda í minnihluta á Íslandi að óbreyttu eftir nokkra áratugi. Mikil menningarverðmæti muni tapast við það að innflytjendum fjölgi á kostnað innfæddra.
„Snorri Másson vill að þú trúir því að lækkandi fæðingartíðni á Íslandi og vaxandi innflytjendafjöldi séu á einhvern hátt tengd,“ skrifar Ian McDonald, stjórnarmaður í Eflingu, í umræðuhópinn Rauða þráðinn á Facebook. Greinin er á ensku en tilvitnanir í þýðingu blaðamanns „Við skulum kalla það það sem það er. Þetta eru ekki samfélagslegsumræða. Þetta er mjúk útgáfa af samsæriskenningunni um „Great Replacement“, rasískum draumórum um að hvítum eða „innfæddum“ íbúum sé skipt út fyrir útlendinga.“
„Þetta er hvít þjóðernishyggja klædd sem lýðfræðilegt áhyggjuefni“
Hann segir þessa hugmynd vera ranga. „Þetta …














































Athugasemdir