Íbúð 10B
Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir Búningar: Sunneva Ása Weisshappel Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Myndbandshönnun: Ásta Jónína Arnardóttir Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson Hljóðhönnun: Aron Þór Arnarsson og Gísli Galdur Þorgeirsson
Niðurstaða: Íbúð 10b er glæsileg á yfirborðinu en uppfyllir ekki væntingar.
Fáguð kvöldstund í fallegu umhverfi með víni og ostum umbreytist í vígvöll borgarlegu milli- og yfirstéttarinnar. Íbúð 10b eftir Ólaf Jóhann Ólafsson var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu nýlega og markar endurkomu höfundar og leikstjórans, Baltasar Kormáks, í leikhúsið eftir dágóða fjarveru.
Tvenn hjón hittast í fordrykk til að undirbúa yfirvofandi húsfund. Einn íbúi fjölbýlishússins hefur áform um að hýsa tuttugu hælisleitendur í íbúðinni sinni. Til þess þarf samþykki húsfélagsins og hjónin eru saman komin til að koma í veg fyrir þessi áform. Íbúð 10b gerist í rauntíma og er leikið í tæpa tvo klukkutíma án hlés þar sem borgaraleg hræsni er borin á borð fyrir áhorfendur til að japla á.
Í kynningartexta sýningarinnar er Íbúð 10b sett fram sem greining á mörkum góðmennskunnar þar sem manngæskan er fljót að víkja þegar einstaklingar upplifa fjölbreytileika sem árás á ímyndað öryggi sitt. En á endanum sýnst Íbúð 10b miklu frekar um persónuleg átök …











































Athugasemdir (1)