Hlutabréf í Sýn hafa lækkað um 28 prósent frá því á fimmtudag þegar fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun. Gengi samkeppnisaðilans Símans hefur á móti hækkað um tæp 6 prósent uundanfarnar vikur.

Síminn kynnti afkomu sína á þriðja ársfjórðungi í gær og reyndust tekjur 1,5 prósent hærri á fjórðungnum en á sama tímabili í fyrra. Tekjur af fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu lækkuðu en tekjur af auglýsingamiðlun hækkuðu hins vegar um 12,8 prósent.
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam rúmum 1,8 milljarði og lækkaði frá sama tímabili en í fyrra en hrein fjármagnsgjöld lækkuðu hins vegar einnig. Hagnaður nam þannig 622 milljónum króna á fjórðungnum borið saman við 449 milljón króna hagnað á sama tímabili í fyrra en það er tæplega 40 prósent hækkun.
„Fjórðungurinn einkenndist af traustum rekstri, vexti í afkomu og sókn nýrra tekjustoða,“ er haft eftir Maríu Björk Einarsdóttur, forstjóra Símans, í tilkynningu …
Athugasemdir