Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Síminn tilkynnir aukinn hagnað á meðan Sýn fellur

Hagn­að­ur Sím­ans á þriðja árs­fjórð­ungi jókst um tæp 40 pró­sent mið­að við síð­asta ár. Gengi hluta­bréfa Sýn­ar hafa aft­ur á móti fall­ið um tæp 30 pró­sent und­an­farna daga.

Síminn tilkynnir aukinn hagnað á meðan Sýn fellur

Hlutabréf í Sýn hafa lækkað um 28 prósent frá því á fimmtudag þegar fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun. Gengi samkeppnisaðilans Símans hefur á móti hækkað um tæp 6 prósent uundanfarnar vikur. 

ForstjórinnMaría Björk er forstjóri Símans.

Síminn kynnti afkomu sína á þriðja ársfjórðungi í gær og reyndust tekjur 1,5 prósent hærri á fjórðungnum en á sama tímabili í fyrra. Tekjur af fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu lækkuðu en tekjur af auglýsingamiðlun hækkuðu hins vegar um 12,8 prósent.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam rúmum 1,8 milljarði og lækkaði frá sama tímabili en í fyrra en hrein fjármagnsgjöld lækkuðu hins vegar einnig. Hagnaður nam þannig 622 milljónum króna á fjórðungnum borið saman við 449 milljón króna hagnað á sama tímabili í fyrra en það er tæplega 40 prósent hækkun.

„Fjórðungurinn einkenndist af traustum rekstri, vexti í afkomu og sókn nýrra tekjustoða,“ er haft eftir Maríu Björk Einarsdóttur, forstjóra Símans, í tilkynningu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár