Bandaríska orkumálaráðuneytið hefur tilkynnt að það muni skera niður um 24 milljarða bandaríkjadollara í loftslagsiðnaði þar í landi. Ákvörðunin bitnar illa á Climeworks sem er með föngunarver á Hellisheiði. Fyrirtækið hugðist reisa eitt stærsta kolefnisföngunarver heims í Louisiana fylki.
Bandaríska blaðið Wall Street Journal greindi frá því 7. október síðastliðinn að ákvörðun hafði verið tekin um að skera niður fjárstyrki til um 600 verkefna tengdum loftslagsiðnaði. Þar á meðal föngunarvers í heimabæ demókratans Mike Johnson, sem er jafnframt forseti bandaríska þingsins. Fyrirtækið Heirloom, sem hugðist reisa föngunarver í heimabæ þingforsetans, Shreveport, sagði niðurskurðinn koma niður á tvö þúsund störfum í Louisiana fylki.
Fjárfrekustu verkefnin snúa að framleiðslu á vetni en eitt fyrirtækið, sem er staðsett í Kaliforníu, átti að fá rúman milljarð dollara í ríkisstyrki. Þrjú fyrirtæki sem hugðust framleiða vetni verða af samtals 3 milljörðum bandaríkjadollara vegna niðurskurðarins.
Athugasemdir