Trump sker niður verkefni Climeworks í Bandaríkjunum

Verk­efni Cli­meworks sem átti að fá hálf­an millj­arð dala í fjár­magn frá banda­rísk­um yf­ir­völd­um, hef­ur ver­ið sleg­ið af sam­kvæmt fregn­um þar í landi.

Trump sker niður verkefni Climeworks í Bandaríkjunum
Climeworks er með föngunarvélar á Íslandi, en verkefni þeirra í Bandaríkjunum virðist hafa verið slegið af samkvæmt nýjustu fréttum. Mynd: Golli

Bandaríska orkumálaráðuneytið hefur tilkynnt að það muni skera niður um 24 milljarða bandaríkjadollara í loftslagsiðnaði þar í landi. Ákvörðunin bitnar illa á Climeworks sem er með föngunarver á Hellisheiði. Fyrirtækið hugðist reisa eitt stærsta kolefnisföngunarver heims í Louisiana fylki.

Bandaríska blaðið Wall Street Journal greindi frá því 7. október síðastliðinn að ákvörðun hafði verið tekin um að skera niður fjárstyrki til um 600 verkefna tengdum loftslagsiðnaði. Þar á meðal föngunarvers í heimabæ repúblikans Mike Johnson, sem er jafnframt forseti bandaríska þingsins. Fyrirtækið Heirloom, sem hugðist reisa föngunarver í heimabæ þingforsetans, Shreveport, sagði niðurskurðinn koma niður á tvö þúsund störfum í Louisiana fylki.

Fjárfrekustu verkefnin snúa að framleiðslu á vetni en eitt fyrirtækið, sem er staðsett í Kaliforníu, átti að fá rúman milljarð dollara í ríkisstyrki. Þrjú fyrirtæki sem hugðust framleiða vetni verða af samtals 3 milljörðum bandaríkjadollara vegna niðurskurðarins.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðjón Jensson skrifaði
    DT virðist öllu ráða eins og versti uppvakningur á vegum bandarískra hergagnaframleiðenda. Alls staðar á að spara og skera niður hvort sem er til háskólasamfélagsins, umhverfismála eða til rekstrar Sameinuðu þjóðanna. DT hefur ákveðið að hætta þátttöku BNA í rekstri UNESCO og WHO á vegum Sameinuðu þjóðanna. Spurning er hvort aðrir þjóðaleiðtogar taki það sem fordæmi og hætti einnig þátttöku. Mikil hætta er því á að fjari undan mikilvægri samvinnu allra þjóða heims varðandi heilbrigðismál og menningu.
    Einræðisherrum hefur alltaf verið meinilla við menntun. Þeir vilja heimskingja til að taka sér vopn í hönd og efla þar með hergagnaiðnaðinn sem mest. Enda er þessum stjórnmálamönnum stjórnað af þessum skuggalegu aðilum sem virðast nafnlausir.
    Mjög mikilvægt er að fjölmiðlar fletti ofan af stjórnendum hergagnaiðnaðarins, opinberi tengsl þeirra við stjórnmálamenn og þjóðarleiðtoga. Í augum hergagnaframeliðenda er friðsamleg samskipti þjóða ógn við útþenslustefnu og gróðavonina. Þetta eru skuggaleg öfl sem þarf að varpa ljósi á og upplýsa alþjóð um gáskalega framkomu gagnvart friðsamlegum lausnum.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár