Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Netanjahú fyrir dómi vegna spillingar

For­sæt­is­ráð­herr­ann er sak­að­ur um að hafa þeg­ið lúxusvör­ur frá millj­arða­mær­ing­um og reynt að hafa áhrif á fjöl­miðla. Banda­ríkja­for­seti vill að hann verði náð­að­ur.

Netanjahú fyrir dómi vegna spillingar
Benjamín Netanjahú Þaulsetnasti forsætisráðherra Ísraels hefur verið til rannsóknar frá árinu 2016 vegna meintrar spillingar í embætti. Mynd: afp

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, mætti aftur fyrir dóm í Tel Aviv í dag í skýrslutöku í langvinnum réttarhöldum yfir honum vegna meintrar spillingar, sem staðið hafa yfir frá því í maí 2020.

Forsætisráðherrann brosti þegar mótmælendur gerðu hróp að honum og fylgdarliði hans, sem samanstóð af nokkrum ráðherrum úr íhaldssama Likud-flokknum, á leið þeirra til dómstólsins.

Þetta gerist eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stakk upp á því á mánudag í ræðu fyrir ísraelska þinginu, Knesset, að forsætisráðherra Ísraels yrði náðaður í þremur aðskildum spillingarmálum sínum.

Dómþingið í Tel Aviv kemur í kjölfar þess að gíslar sem Hamas tók voru látnir lausir sem hluti af áætlun Trumps, sem Bandaríkin miðluðu, um að binda enda á stríð Ísraels og Hamas á Gaza.

Í einu málinu eru Netanjahú og eiginkona hans, Sara, sökuð um að hafa þegið lúxusvörur að verðmæti meira en 260.000 dollara, þar á meðal kampavín, vindla og skartgripi, frá milljarðamæringum í skiptum fyrir pólitíska greiða.

Í tveimur öðrum tilvikum er Netanjahú einnig ákærður fyrir að hafa reynt að semja um betri fjölmiðlaumfjöllun frá tveimur ísraelskum fjölmiðlum. Hann hefur neitað allri sök og heldur því fram að hann sé fórnarlamb pólitísks samsæris.

Á núverandi kjörtímabili sínu, sem hófst seint á árinu 2022, hefur Netanyahu lagt til víðtækar breytingar á dómskerfinu sem gagnrýnendur segja að hafi miðað að því að veikja dómstólana.

Þær breytingar leiddu til gríðarlegra mótmæla sem lægðu ekki fyrr en stríðið á Gaza hófst, sem var hrundið af stað með árás Hamas á Ísrael þann 7. október 2023.

Í ávarpi til ísraelska þingsins, Knesset, á mánudag sagði Trump við þingheim að Netanyahu ætti að fá náðun í spillingarmálunum.

„Vindlar og kampavín, hverjum er ekki sama um það?“ grínaðist Trump, áður en hann spurði ísraelskan starfsbróður sinn, Isaac Herzog: „Af hverju náðarðu hann ekki?“

Einnig hefur lþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) gefið út handtökuskipun á Netanjahú vegna gruns um að hafa staðið fyrir stríðsglæpum í árásum ísraelshers á Gaza, sem sagðar voru beinast að Hamas-samtökunum en hafa lagt stóran hluta byggðarinnar í rúst og banað 68 þúsund manns, þar af er áætlað að 80% séu almennir borgarar og 18.500 börn.

Netanjahú á metið yfir flest ár í embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann hefur setið í 18 ár í nokkrum lotum sem forsætisráðherra frá árinu 1996.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
6
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár