„Ég tel þetta hafa áhrif á allt að 70 þúsund lán þarna úti, að verðmæti 2.500 til 2.700 milljarða,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, um niðurstöðu tímamótadóms í Hæstarétti Íslands þar sem úrskurðað var að huglægt mat á vaxtabreytingum hafi verið óheimilt að hálfu Íslandsbanka. Aðeins hafi verið heimilt að miða við stýrivexti Seðlabankans. Þannig hafi Íslandsbanki í reynd brugðist skyldum sínum við upplýsingagjöf til lántakenda á fasteignalánum bankans með óskýrum forsendum við breytingar á vöxtum lána viðskiptavina.
„Ég tel þetta vera fullnaðarsigur og ljóst að bankanum er bannað að nota huglæga þætti við ákvörðun um vaxtabreytingar, þættir eins og rekstrarkostnað, ávöxtunarkröfu og svo framvegis,“ útskýrir Breki.
Huglægt orðalag um vaxtabreytingar ólögmætt
Dómurinn var kveðinn upp í Hæstarétti Íslands í dag og var niðurstaðan sú að skilmálar Íslandsbanka um breytingar á vöxtum hafi verið ógagnsæir og því brotið gegn lögum um neytendur. Orðalag hafi verið huglægt og ekki mögulegt að …
Athugasemdir