Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Trump fór fram á að Netanjahú fengi náðun

Rétt­ar­höld standa yf­ir vegna spill­ing­ar­ákæru á hend­ur Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráð­herra Ísra­els, en Banda­ríkja­for­seti seg­ir að sér líki við hann og kall­ar eft­ir náðun.

Trump fór fram á að Netanjahú fengi náðun
Miklir mátar Donald Trump og Benjamín Netanjahú tilkynntu sameiginlega um tillögur Trumps til vopnahlés á Gasa fyrr í mánuðinum. Mynd: AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði hlé á ræðu sinni fyrir Knesset, ísraelska þinginu, til þess að fara fram á náðun yfir forsætisráðherranum Benjamín Netanjahú, sem hefur í áraraðir verið rannsakaður og ákærður vegna spillingarmála.

Trump beindi orðum sínum að Isac Herzog, forseta Ísraels. „Ég er með hugmynd, herra forseti. Hvers vegna náðarðu hann ekki? Náðaðu hann. Koma svo.“

„Þetta er ekki í ræðunni, eins og þið áttið ykkur á. En það vill svo til að mér líkar við þennan herramann“. 

Ísraelska lögreglan hóf rannsókn á Netanjahú á grundvelli gruns um fjársvik, umboðssvik og mútugreiðslur árið 2016, sem tengjast honum og nánum pólitískum samherjum hans á fjórða og fimmta tímabili hans sem forsætisráðherra. 

Málið er nú rekið fyrir héraðsdómi í Jerúsalem. Áður var forveri Netanjahús, Ehud Olmert, dæmdur í sex ára fangelsi vegna múturgreiðslna. 

Í ræðu sinni fyrir Knesset lýsti Netanjahú Trump sem „mesta vini“ sem Ísraelsríki hefur nokkru sinni átt …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Trump kemur fram sem alheimsforseti. Hann og Neti eiga það báðir sameiginlegt að hafa nýtt sér aðstöðuna til að maka eigin krók.
    1
  • Guðjón Jensson skrifaði
    Spilling er skelfileg og skiptir engu máli hvar hún er stunduð. Hvernig dettur þessum manni í hug að skipta sér af starfi dómstóla annars lands? Hann telur að sér séu allar leiðir greiðar.
    Donald Trump er sami maðurinn og vill veikja starf Sameinuðu þjóðanna. Það hefur hann þegar gert með þvi að BNA taka ekki lengur þátt i að greiða sinn hluta við reksturinn á WHO og UNESCO. Donald Trump vill leggja ofurkapp á hernaðaruppbyggingu til að hámarka arðsemi hergagnaframleiðslu sem aftur hefur áhrif á að traðkað sé á mannréttindum og lýðræði. Hann vill helst mestu ráða sjálfur.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
6
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár