Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði hlé á ræðu sinni fyrir Knesset, ísraelska þinginu, til þess að fara fram á náðun yfir forsætisráðherranum Benjamín Netanjahú, sem hefur í áraraðir verið rannsakaður og ákærður vegna spillingarmála.
Trump beindi orðum sínum að Isac Herzog, forseta Ísraels. „Ég er með hugmynd, herra forseti. Hvers vegna náðarðu hann ekki? Náðaðu hann. Koma svo.“
„Þetta er ekki í ræðunni, eins og þið áttið ykkur á. En það vill svo til að mér líkar við þennan herramann“.
Ísraelska lögreglan hóf rannsókn á Netanjahú á grundvelli gruns um fjársvik, umboðssvik og mútugreiðslur árið 2016, sem tengjast honum og nánum pólitískum samherjum hans á fjórða og fimmta tímabili hans sem forsætisráðherra.
Málið er nú rekið fyrir héraðsdómi í Jerúsalem. Áður var forveri Netanjahús, Ehud Olmert, dæmdur í sex ára fangelsi vegna múturgreiðslna.
Í ræðu sinni fyrir Knesset lýsti Netanjahú Trump sem „mesta vini“ sem Ísraelsríki hefur nokkru sinni átt …
Donald Trump er sami maðurinn og vill veikja starf Sameinuðu þjóðanna. Það hefur hann þegar gert með þvi að BNA taka ekki lengur þátt i að greiða sinn hluta við reksturinn á WHO og UNESCO. Donald Trump vill leggja ofurkapp á hernaðaruppbyggingu til að hámarka arðsemi hergagnaframleiðslu sem aftur hefur áhrif á að traðkað sé á mannréttindum og lýðræði. Hann vill helst mestu ráða sjálfur.