Íslensku örlæti er þakkað fyrir að hafa haldið súpueldhúsi á Gaza gangandi undanfarna mánuði og brúað bilið þar til vopnahlé komst á. Þetta segir Hani Almadhoun, yfirmaður mannúðarmála hjá Bandaríkjadeild Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna.

„Ef þú hefur verið að velta fyrir þér hvernig Gaza-súpueldhúsið hefur verið að koma fjármagni til Gaza, þá eru þetta tíðindi: í gegnum Ísland,“ skrifar Almadhoun á Facebook í dag.
„Þökk sé örlæti margra Íslendinga höfum við getað flutt peninga og fjármuni til að berjast gegn hungursneyð og styðja við fjölskyldur í neyð,“ skrifar hann. „Jafnvel úr þúsunda kílómetra fjarlægð stigu þeir inn þegar heimurinn þagði - og nú, þegar þjóðarmorðinu er lokið, hefur samúð þeirra hjálpað til við að halda voninni lifandi í marga mánuði.“
„Þökk sé örlæti margra Íslendinga höfum við getað flutt peninga og fjármuni til að berjast gegn hungursneyð“ …
Athugasemdir