„Ísland mun beita sér eins og við höfum gert, það er að segja, undirstrika virðingu fyrir alþjóðalögum og ekki síst mannréttindum og þeim skuldbindingum sem við höfum öll undirgengist,” sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag.
Hún sagði það hafi meðal annars komið fram í samtölum hennar og forsætisráðherra við Varsen Aghabekian, utanríkisráðherra Palestínu í dag, að rödd Íslands hafi ýtt undir þrýsting á Ísrael.

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra tók undir það en bæði hún og Þorgerður Katrín lýstu því yfir að alþjóðasamfélagið hefði brugðist í málefnum Gaza. „Þó ég fagni samkomulagi á Gaza, þá hef ég líka áhyggjur af því hvernig landtökufólk á Vesturbakkanum er að haga sér. Og það gleymist, sá fókus,“ sagði Þorgerður Katrín og Kristrún tók undir.
„Við höfum upplifað vonbrigði og getuleysi …
Athugasemdir