Mammoth föngunarver Climeworks fangaði aðeins 92 tonn árið 2024 af þeim 36.000 tonnum sem fyrirtækið telur að sé föngunargeta versins. Fram kemur að aðeins 12 af 72 vélum þess hafi verið gangsettar, og fangaði Climeworks aðeins 0,26 prósent af því magni sem fyrirtækið hefur ítrekað haldið fram að það geti fangað með verinu á einu ári.
Að því gefnu að magnið sem gefið er upp í ársreikningnum endurspegli raunverulega getu þess, er raunhæft að áætla að hægt sé að fanga á milli 500 og 600 tonn af CO2 á ári – ekki 36 þúsund tonn.
Heildarskuldir tvöfaldast
Sérstakt eignarhaldsfélag er í kringum Mammoth verið, sem er starfrækt í jarðhitagarði Orku Náttúrunnar. Samkvæmt ársreikningi er það stórskuldugt. Heildarskuldir þess eru 103 milljónir dollara, samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins, en skuldirnar eru allar við móðurfélagið í Sviss. Tap félagsins nærri tvöfaldaðist á milli ára og nam um 13,4 milljörðum íslenskra króna.
Félagið er tekjulaust …
https://www.pbs.org/video/uncoventional-wisdom-wagnk2/