Climeworks fangaði 92 tonn af 36 þúsund á síðasta ári

Ár­ang­ur kol­efn­is­föng­un­ar­vél­ar­inn­ar Mammoth var langt und­ir vætn­ing­um á síð­asta ári sam­kvæmt árs­reikn­ingi Cli­meworks. Fyr­ir­tæk­ið skuld­ar móð­ur­fé­lag­inu sam­an­lagt um 17 millj­arða.

Climeworks fangaði 92 tonn af 36 þúsund á síðasta ári
Climeworks Svissneska föngunarfyrirtækið stendur frammi fyrir erfiðum áskorunum þegar kemur að kolefnisföngun. Mynd: Golli

Mammoth föngunarver Climeworks fangaði aðeins 92 tonn árið 2024 af þeim 36.000 tonnum sem fyrirtækið telur að sé föngunargeta versins. Fram kemur að aðeins 12 af 72 vélum þess hafi verið gangsettar, og fangaði Climeworks aðeins 0,26 prósent af því magni sem fyrirtækið hefur ítrekað haldið fram að það geti fangað með verinu á einu ári.

Að því gefnu að magnið sem gefið er upp í ársreikningnum endurspegli raunverulega getu þess, er raunhæft að áætla að hægt sé að fanga á milli 500 og 600 tonn af CO2 á ári – ekki 36 þúsund tonn.

Heildarskuldir tvöfaldast

Sérstakt eignarhaldsfélag er í kringum Mammoth verið, sem er starfrækt í jarðhitagarði Orku Náttúrunnar. Samkvæmt ársreikningi er það stórskuldugt. Heildarskuldir þess eru 103 milljónir dollara, samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins, en skuldirnar eru allar við móðurfélagið í Sviss. Tap félagsins nærri tvöfaldaðist á milli ára og nam um 13,4 milljörðum íslenskra króna.

Félagið er tekjulaust …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Ef ég má, þá langar mig að benda áhugasömu fólki um loftslagsmál og aðrar aðsteðjandi manngerðar ógnir í Náttúrunni, á nýjan hálftíma umræðuþátt á PBS í seríu sem ber heitið "Energy Watch". Í þessum þætti eru viðmælendurnir Nate Hagens og Tisha Schuller. Á síðu þáttarins eru nánari upplýsingar um þetta mæta fólk og hægt að horfa á þáttinn. Þetta eru afar áhugaverðar umræður sem eiga erindi við allt hugsandi fólk, að mínu mati. Hér er hlekkur á þáttinn:

    https://www.pbs.org/video/uncoventional-wisdom-wagnk2/
    1
    • GG
      Guðmundur Guðmundsson skrifaði
      Sammála. Þetta er mjög áhugaverður umræðuþáttur
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
1
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár