Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Getur ekki annað en vonað að samkomulagið verði virt

„Ég verð að trúa því að þetta sé mögu­legt,“ sagði ut­an­rík­is­ráð­herra Palestínu um það sam­komu­lag sem nú virð­ist í höfn um vopna­hlé á Gaza. Hún er stödd á Ís­landi. Ráð­herr­ann sagð­ist þakk­lát Möggu Stínu, sem nú sit­ur í haldi ísra­elskra stjórn­valda eft­ir að hafa tek­ið þátt í til­raun­um til að koma neyð­ar­að­stoð til Gaza.

Getur ekki annað en vonað að samkomulagið verði virt
Á Íslandi Dr. Varsen Aghabekian, utanríkisráðherra Palestínu, er stödd á Íslandi og hefur í dag fundað með bæði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra og Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Hún mun svo funda með fulltrúum Alþingis í dag. Mynd: Golli

„Við vonum að samkomulagið verði virt, því það er eina leiðin áfram,“ sagði Dr. Varsen Aghabekian, utanríkisráðherra Palestínu, á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag. „Það er komið nóg af drápum og við þurfum að binda endi á ofbeldið og gagn-ofbeldið. Í dag horfum við til bjartari framtíðar.“

Aghabekian er í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Tilviljun ræður því að hún sé stödd hér á landi þegar vopnahlé virðist vera í augsýn á Gaza eftir tveggja ára linnulausan hernað Ísraela á svæðinu. 

„Það hefði átt að stöðva þetta miklu fyrr, því það var hægt að stöðva það.“

Hún ræddi við blaðamenn í stjórnarráðinu eftir hádegisfund með Þorgerði og Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Hún sagðist þurfa að trúa á að allir aðilar samkomulagsins sem tilkynnt var um í morgun muni virða það.

„Ég verð að trúa því að þetta sé mögulegt. Ég verð að tryggja að allir vinni að því markmiði,“ sagði hún. „Það hefði átt að stöðva þetta miklu fyrr, því það var hægt að stöðva það. Við vitum öll að þetta stríð var hægt að stöðva.“

Aghabekian var meðvituð um að íslenskur ríkisborgari, Margrét Kristín Blöndal, eða Magga Stína, væri í haldi ísraelskra stjórnvalda eftir að ísraelski herinn stöðvaði för báts sem hún var um borð í. Báturinn var stöðvaður á alþjóðlegu hafsvæði utan við Gaza-ströndina og var markmið leiðangursins að flytja neyðaraðstoð til stríðshrjáðra íbúa. Ráðherrann sagði Palestínumenn þakkláta Möggu Stínu. 

StöðvuðÍsraelski herinn fór um borð í bátinn sem Magga Stína sigldi með ásamt hópi fólks í átt að Gaza-ströndinni. Allir um borð voru fluttir af hernum til Ísraels, þaðan sem til stendur að vísa þeim úr landi.

„Palestínumenn kunna að meta hvers kyns aðgerðir, frá hvaða stofnun eða einstaklingi sem er, sem stígur fram til að sýna að við erum að reyna að rjúfa umsátrið, kúgunina, hernámið. Og því erum við mjög þakklát fyrir hana, en okkur þykir einnig mjög leitt það sem er að gerast hjá henni. En við vitum að þetta hefur verið mynstrið, og fyrri flotar hafa verið stöðvaðir,“ sagði hún.

„Aftur og aftur verðum við að segja að Ísrael hafi engan rétt til að stöðva flotana á alþjóðlegu hafsvæði. Þetta er brot á alþjóðalögum. Ég vona að samlandi ykkar verði látin laus eins fljótt og auðið er, og hún komist heim heil á húfi.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
4
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár