Dæmdur fyrir 40 milljóna fjárdrátt úr dánarbúi móður sinnar

Mað­ur á átt­ræðis­aldri hef­ur ver­ið dæmd­ur í sex mán­aða fang­elsi fyr­ir að draga sér rúm­lega 40 millj­ón­ir króna af reikn­ing­um lát­inn­ar móð­ur sinn­ar. Hann hafði ver­ið út­nefnd­ur um­boðs­mað­ur erf­ingja í einka­skipt­um á dán­ar­búi henn­ar.

Dæmdur fyrir 40 milljóna fjárdrátt úr dánarbúi móður sinnar

Karlmaður á áttræðisaldri var í dag dæmdur fyrir að taka út rúmar 40 milljónir króna af reikningum látinnar móður sinnar. Maðurinn hafði verið fulltrúi erfingja við skipti á dánarbúi hennar. Hann var auk þess dæmdur fyrir peningaþvætti, þar sem hann millifærði hluta peninganna á milli eigin reikninga.

Dómur í málinu féll í dag og var maðurinn dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brotin. Hann játaði sök fyrir dómi og taldi dómurinn sannað að hann hefði bæði gerst sekur um fjárdrátt og peningaþvætti.

Fjárdrátturinn fór fram með sjö millifærslum og úttektum á árunum 2019 til 2021, samkvæmt dómnum, og tók maðurinn í heild 40.303.203 krónur af bankareikningi dánarbúsins. Hann tók út eða millifærði fjárhæðirnar yfir á eigin reikninga. 

Síðar nýtti hann hluta fjárins með því að leggja fimm  milljónir króna inn á reikning dóttur sinnar og millifæra rúmar 14 milljónir milli eigin reikninga, sem var talið fela í sér peningaþvætti.

Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess að maðurinn væri rúmlega sjötugur, hefði ekki áður orðið uppvís að refsiverðri háttsemi, hefði játað brotin skýlaust og að nokkur tími hefði verið liðinn frá brotunum. Hins vegar vó þungt að hann hefði dregið að sér háar fjárhæðir úr dánarbúi móður sinnar, á kostnað annarra erfingja.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Aumt er það. Græðgin er ein af dauðasyndunum sjö😪
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár