Ísraelsk stjórnvöld handtóku í dag íslenska konuna Margréti Kristínu Blöndal, betur þekkta sem Möggu Stínu, eftir að hermenn fóru um borð í skipið Conscience, sem var á leið til Gaza-strandarinnar.
Samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu hafa starfsmenn ráðuneytisins átt í samskiptum við fulltrúa ísraelskra stjórnvalda í vikunni og áréttað að Ísrael skyldi fara að alþjóðalögum og virða mannréttindi þeirra sem væru um borð.
„Í samskiptum við fulltrúa ísraelskra stjórnvalda vegna þessa máls í vikunni hefur verið áréttað að íslensk stjórnvöld gerðu þá kröfu að Ísrael færi að alþjóðalögum og að mannréttinda þeirra verði gætt sem væru um borð í umræddu skipi,“ segir í tilkynningunni.
Ráðuneytið segir að það sé í sambandi við „þar til bæra aðila“ til að veita Möggu Stínu borgaraþjónustu og hafi jafnframt haft samband við aðstandendur hennar á Íslandi.
Ekki liggur fyrir hvort eða hvenær Margrét verður látin laus, en utanríkisráðuneytið segir að fylgst verði áfram með málinu. …
Athugasemdir