Veggjalús kom upp í skála Útivistar í Básum í Þórsmörk nýlega og brugðist hefur verið við með því að loka skálanum. Þetta staðfestir Hörður Magnússon, framkvæmdastjóri Útivistar, í samtali við Heimildina. „Veggjalús er landlæg á Íslandi og er að koma upp mjög víða. Það eru mjög margir sem eiga við þetta vandamál, eins og hefur verið í fréttum,“ segir hann.
Hörður segir að smitið hafi sennilega fyrst komið upp í haust. „Við fórum í aðgerðir til að útrýma því sem þar kom. Það er mikilvægt að gera þetta mjög hratt svo þetta breiðist ekki út. Svo við erum búin að vera í sambandi við meindýraeyði. Við töldum okkur vera í góðum málum.“
Opna ekki fyrr en lúsin er farin
Aðgerðirnar höfðu þó ekki erindi sem erfiði og varð veggjalúsarinnar aftur vart. „Það kom upp smit um síðustu helgi. Sem er afskaplega slæmt. Við erum búin í framhaldi af þessu að …
Athugasemdir