Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, hefur frestað réttaráhrifum Bálstofunnar í Fossvogi í tengslum við verulega hert skilyrði Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík. Það þýðir að Bálstofan fær rýmri tíma til bálfara eftir að Heilbrigðiseftirlitið tilkynnti í sumar að starfsleyfi Bálstofunnar yrði tekið til endurskoðunar. Heilbrigðiseftirlitið tók starfsleyfi Bálstofunnar til endurskoðunar vegna mengunnar frá brennslunni, og gilti leyfið aðeins í eitt ár. Samkvæmt nýju starfsleyfi var óheimilt að brenna við ákveðnar veðuraðstæður, til dæmis í logni eða mjög hægum vindi þegar dreifing reyks er lítil. Einnig stóð til að fækka brennsludögum úr fimm dögum í fjóra, og aðeins mátti brenna á virkum dögum.
Þá voru bálfarir aðeins heimilar frá kl. 17:30 til 06:30, þó aldrei meira en átta klukkustundir samfellt innan þess tíma samkvæmt starfsleyfinu. Bálstofan hefur kært breytingar á starfsleyfinu og bíður það mál enn úrlausnar.
Alvarleg staða fyrir líkhús
Í málsrökum bálstofunnar kom fram að Bálstofunni þótti þessar breytingar ekki aðeins íþyngjandi, …
Athugasemdir