Snorri býður sig fram til varaformanns

Snorri Más­son, þing­mað­ur Mið­flokks­ins, hef­ur ákveð­ið að gefa kost á sér í embætti vara­for­manns flokks­ins.

Snorri býður sig fram til varaformanns

„Að undanförnu hef ég fengið afar eindregna hvatningu frá flokksmönnum til þess að gefa kost á mér í þetta hlutverk. Sú áskorun er komin frá ungum sem öldnum úr öllum áttum. Niðurstaða mín er sú að fram sé komið raunverulegt ákall innan flokksins um endurnýjun í ásýnd forystunnar.“

Þetta segir Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, í tilkynningu til fjölmiðla en hann hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis varaformanns Miðflokksins.

Þingmennirnir Bergþór Ólason og Ingibjörg Davíðsdóttir hafa einnig gefið kost á sér til varaformanns. Landsþing flokksins mun fara fram dagana 11.-12. október.

„Nú vex úr grasi kynslóð Íslendinga sem er líklega pólitískari en nokkru sinni fyrr og tækifærin fyrir Miðflokkinn í þessum hópi eru meiri en flestir gera sér grein fyrir. Líklega hefði maður uppskorið hlátur fyrir aðeins örfáum árum ef maður hefði spáð því að árið 2024 væri Miðflokkurinn farinn að vinna Krakkakosningar, en svona eru tímarnir að breytast.

„Verði ég kjörinn varaformaður Miðflokksins, mun ég róa að því öllum árum með núverandi forystu að nýta þetta dauðafæri. Við þurfum núna að færa út kvíarnar og halda áfram stækka flokkinn á okkar trausta grunni,“ segir Snorri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár