Jón Óttar vill tölvuna sína og síma til baka

Rann­sak­and­inn Jón Ótt­ar Ólafs­son leit­aði til dóm­stóla til að fá muni sem lög­regl­an lagði hald á í sum­ar við hús­leit heima hon­um af­henta. Lands­rétt­ur hef­ur nú úr­skurð­að gegn hon­um.

Jón Óttar vill tölvuna sína og síma til baka
Sími Jón Óttar hefur árangurslaust reynt að endurheimta símann sinn úr fórum lögreglunnar á Suðurlandi. Mynd: Golli

Jón Óttar Ólafsson reyndi að fá dómstóla til að fyrirskipa lögreglunni á Suðurlandi að afhenda sér tölvu, síma og minnislykla sem lögreglan handlagði í júlí síðastliðnum. Bæði Héraðsdómur Suðurlands og Landsréttur hafa hafnað kröfunni. 

Í úrskurðinum kemur fram að Jón Óttar hafi verið handtekinn þann 11. júní síðastliðin og færður til skýrslugjafar daginn eftir. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar var Jóni Óttari sleppt og boðaður til skýrslutöku daginn eftir. Samkvæmt úrskurðinum kemur fram að við handtökuna hafi hann gefið lögreglu heimild til að haldleggja tiltekna muni en daginn eftir dregið það til baka. Um er að ræða Iphone snjallsíma, Acer fartölvu og samtals ellefu minnislykla.

Jón Óttar hefur stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á því hvernig hann og viðskiptafélagi hans, Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn, meðhöndluðu trúnaðargögn sem þeir höfðu aðgang að í krafti starfa sinna fyrir embætti sérstaks saksókanara eftir hrun og svo í …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár