Jón Óttar Ólafsson reyndi að fá dómstóla til að fyrirskipa lögreglunni á Suðurlandi að afhenda sér tölvu, síma og minnislykla sem lögreglan handlagði í júlí síðastliðnum. Bæði Héraðsdómur Suðurlands og Landsréttur hafa hafnað kröfunni.
Í úrskurðinum kemur fram að Jón Óttar hafi verið handtekinn þann 11. júní síðastliðin og færður til skýrslugjafar daginn eftir. Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar var Jóni Óttari sleppt og boðaður til skýrslutöku daginn eftir. Samkvæmt úrskurðinum kemur fram að við handtökuna hafi hann gefið lögreglu heimild til að haldleggja tiltekna muni en daginn eftir dregið það til baka. Um er að ræða Iphone snjallsíma, Acer fartölvu og samtals ellefu minnislykla.
Jón Óttar hefur stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á því hvernig hann og viðskiptafélagi hans, Guðmundur Haukur Gunnarsson heitinn, meðhöndluðu trúnaðargögn sem þeir höfðu aðgang að í krafti starfa sinna fyrir embætti sérstaks saksókanara eftir hrun og svo í …














































Athugasemdir