Spyr af hverju peningarnir kláruðust svona hratt og hvað verði um Möltu-félagið

Reynd­asti skipta­stjóri lands­ins í þrota­bú­um sem snúa að fölln­um flug­fé­lög­um seg­ir áhuga­verð lög­fræði­leg álita­mál uppi varð­andi fall Play.

Spyr af hverju peningarnir kláruðust svona hratt og hvað verði um Möltu-félagið
Einar Örn, forstjóri Play og Sveinn Andri Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson býr yfir einstakri reynslu þegar kemur að því að leysa upp gjaldþrota flugfélag. Mynd: Samsett / Heimildin

„Það sem er kannski helst óhefðbundið við þetta þrot er hvað peningarnir úr skuldabréfaútboðinu kláruðust hratt og svo þessi gerningur með dótturfélagið,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður og skiptastjóri þrotabús WOW Air. Hann er líklega sá lögmaður sem hefur mesta reynslu af þroti flugfélaga í heimi lögmanna og hefur fylgst vel með þróun mála hjá falli Play Air sem fór í þrot í byrjun vikunnar. 

Það var snemma á mánudaginn sem forstjóri Play, Einar Örn Ólafsson, tilkynnti um rekstrarstöðvun flugfélagsins sem hafði miklar afleiðingar. Þúsundir voru strandaglópar víða um heim og fjögur hundruð starfsmenn fyrirtækisins missa vinnuna af þessum sökum. Þrotið kom mörgum í opna skjöldu, þrátt fyrir að skuldastaða þess hafi verið lengi þung. Félagið hefur tapað um 27 milljörðum frá stofnun.

Aftur á móti fór fram skuldabréfaútboð fyrir skömmu og söfnuðust þá á þriðja milljarð króna og töldu flestir að félagið væri rekstrarhæft út árið af þeim sökum. …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár