Læknar sem missa lækningaleyfi í Evrópu hafa getað komið til Íslands og fengið nýtt starfsleyfi hér án nokkurra vandkvæða. Þá hefur svipting erlendis ekki áhrif á starfsleyfi sem eru í gildi hér á landi. Minnst sex staðfest dæmi eru um lækna sem hafa útgefin og gild starfsleyfi á Íslandi þrátt fyrir að vera bannað að starfa í öðrum Evrópuríkjum eða Bandaríkjunum.
Vísbendingar eru um að minnsta kosti jafnmarga til viðbótar. Það eru einstaklingar sem birtast í gögnum um starfsleyfissviptingar annarra landa og finnast í starfsleyfaskrá Landlæknis en Heimildin hefur ekki frekari gögn um.
Þetta sýnir rannsókn sem leidd var af OCCRP, Times í Bretlandi og VG í Noregi, og Heimildin tekur þátt í.
Þessi staða á bæði við um íslenska lækna sem hafa einhverra hluta vegna misst starfsleyfi erlendis og komið svo heim til að sinna störfum hér, og erlenda lækna sem misst hafa leyfið í heimalandi sínu en getað …
Athugasemdir