Tyrkir hefja rannsókn á aðgerðum Ísraels gegn hjálparflotanum

Ísra­elski her­inn hef­ur far­ið um borð í þrett­án báta sem til­heyra flot­an­um sem sigl­ir með hjálp­ar­gögn til Gaza. All­ir um borð hafa ver­ið hand­tekn­ir. Ut­an­rík­is­ráðu­neyti Tyrk­lands lýsti að­gerð­un­um sem „hryðju­verka­árás“. Ís­lend­ing­ur er um borð í einu þeirra skipa sem enn hafa ekki ver­ið stöðv­uð.

Tyrkir hefja rannsókn á aðgerðum Ísraels gegn hjálparflotanum
Handtekin af hernum Greta Thunberg og fleiri aðgerðarsinnar eftir að hafa verið handtekin á alþjóðlegu hafsvæði utan við strönd Gaza. Ísraelska utanríkisráðuneytið birti myndina á X, áður Twitter. Mynd: Utanríkisráðuneyti Ísraels

Tyrknesk yfirvöld hafa hafið rannsókn á handtöku tyrkneskra borgara um borð í þeim skipum sem tilheyra Global Sumud flotanum á leið til Gasa, eftir að hann var stöðvaður af ísraelska sjóhernum á alþjóðlegu hafsvæði.

Í yfirlýsingu frá ríkissaksóknara í Istanbúl kom fram að rannsóknin taki til 24 Tyrkja sem handteknir voru um borð í Global Sumud flotanum. Vísað er til hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og sagðist embættið kanna möguleg brot á borð við ólögmæta frelsissviptingu, flugráni eða upptöku farartækis, rán, eignatjón og pyntingar.

Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, er um borð í skipinu Conscience sem siglir með flotanum. Hún er ekki ein þeirra sem hefur verið stöðvuð og handtekin. Fjörutíu bátar tilheyra flotanum og hefur ísraelski herinn farið um borð í þrettán þeirra. Meðal handtekinna er sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg. 

Tyrkneskir fjölmiðlar greindu frá því að alls hefðu 30 Tyrkir verið handteknir og fluttir til Evrópu til brottvísunar. …

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár