Tyrknesk yfirvöld hafa hafið rannsókn á handtöku tyrkneskra borgara um borð í þeim skipum sem tilheyra Global Sumud flotanum á leið til Gasa, eftir að hann var stöðvaður af ísraelska sjóhernum á alþjóðlegu hafsvæði.
Í yfirlýsingu frá ríkissaksóknara í Istanbúl kom fram að rannsóknin taki til 24 Tyrkja sem handteknir voru um borð í Global Sumud flotanum. Vísað er til hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og sagðist embættið kanna möguleg brot á borð við ólögmæta frelsissviptingu, flugráni eða upptöku farartækis, rán, eignatjón og pyntingar.
Tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal, Magga Stína, er um borð í skipinu Conscience sem siglir með flotanum. Hún er ekki ein þeirra sem hefur verið stöðvuð og handtekin. Fjörutíu bátar tilheyra flotanum og hefur ísraelski herinn farið um borð í þrettán þeirra. Meðal handtekinna er sænski aðgerðarsinninn Greta Thunberg.
Tyrkneskir fjölmiðlar greindu frá því að alls hefðu 30 Tyrkir verið handteknir og fluttir til Evrópu til brottvísunar. …
Athugasemdir